top of page
DSC07313.jpg

Vertu heiðursgestur á stóra deginum þínum
og láttu okkur sjá um öll smáatriðin!

KLIKKAÐIR
BRÚÐKAUPSDAGAR

DSC07100.jpg

Brúðkaupsplönun

DSC07267.jpg
DSC06510.jpg

Brúðkaupsstílisti

G&H-316.jpg

BÓKAÐU PLANARA SVO ÞAÐ EINA SEM

STENDUR UUPÚR ER HVERSU FRÁBÆR

OG FALLEGUR DAGUR ÞETTA VAR.

BRÚÐKAUPSPLANARI 

Í LEIT AÐ PARI SEM

ER EXTRA AF

Screenshot_20191211-180023_Messenger.jpg

Hvað er Og Smáatriðin?

ERTU TILBÚIN
Í NEXT LEVEL
BRÚÐKAUPSDAG?

Ef þið væruð óviss um hvort að brúðkaupsplanarar væru til á Íslandi þá fáið þið svarið hér, já, við erum ekki mörg en við erum til. Ég er hér til að hjálpa ykkur að synda í gegnum þessa haf- og óvissu sem er að skipuleggja brúðkaup. Það er svo margt sem maður þarf að huga að og maður vill alls ekki gleyma neinu og vera í stresskasti allan tímann, þess vegna er ég hér. Til að hjálpa ykkur með ALLT sem kemur að brúðkaupinu, að bóka og finna söluaðila, skreytingar, öll litlu verkefnin eins og að velja skó og pússa hringana og fullt fleira. Þið ráðið líka för, þið getið fengið eins mikla og eins litla hjálp og þið viljið. Einnig vil ég vera talsmaður ykkar í þessu ferðalagi og hjálpa ykkur að framkalla brúðkaup drauma ykkar en ekki fjölskyldunnar eða vinahópsins. Því það gleymist oft að þetta er dagurinn ykkar og það eru engar reglur og það er hægt að gera hvað sem er!

Ef þú vilt vita meira og kynnast aðeins betur ýttu á takkann hér að neðan til að læra meira um mig og hvað ég geri.

Þjónustan og pakkarnir

Vinsælir pakkar

01

Gersemar

Fyrir parið sem vill fá planara til að skipuleggja stórkostlegt, hrífandi og ógleymanlegt brúðkaup, sem sparar ekki eitt einasta smáatriði. Þar sem allt er innifalið, skipulag, skreytingar og stjórnun á deginum.

02

Brúðkaupsstjórnun

Ef þið og ykkar nánustu viljið njóta afraksturs skipulagsins og vera viss um að ná að slappa af, á og í aðdraganda stóra dagsins þá er þessi pakki ómissanlegur. Við munum sjá til þess að allt sem þið hafið planað verði skothelt

03

Fullt tungl

Fáðu meira en bara skreytingarþjónustu, heldur hönnun á upplifun gestanna frá A til Ö. Við sjáum um að hanna, skipuleggja og skreyta allt sem kemur að útliti dagsins ykkar og gerum hann draumi líkast.

Hvernig virkar þetta...

FERLIÐ OKKAR

01.

Upphafsfundur

Ókeypis ráðgjöf fyrir ykkur til að fá tilfinningu fyrir því hvernig það verður að vinna saman. Við munum spjalla um drauma ykkar og framtíðarsýn og hvernig við getum látið þetta allt ganga upp.

02.

Segðu já!

Jess! Við munum ganga frá innborgun ykkar og skrifa undir samninginn til að tryggja bókunina og taka daginn ykkar frá. Þið fyllið svo út spurningalista sem mun hjálpa mér að skipuleggja næstu skref.

03.

Plönum allt

Það fer eftir því hvaða pakka þið ákveðið að taka en næstu skref gætu verið að finna allt sem þið þurfið, láta ykkur fá öll skipulagsskjöl sem þið þurfið, skoða salinn og hanna lúkk brúðkaupsdagsins.

04.

Stóri dagurinn!

Eftir því hvort þið bókuðuð mig á deginum eða ekki sé ég alltaf til þess að allir söluaðilarnir viti hvert og hvenær þeir eigi að mæta og kem svo sjálf ef þið þess óskið til að vera viss um að tímalínan haldi sér og slökkva alla elda.

“Alína lét alla okkar drauma rætast!"

Það var æðislegt að vinna með Alínu og við erum í skýjunum með allt sem tengist deginum okkar. Alína lét alla okkar drauma rætast og við hefðum ekki getað gert neitt af þessu án hennar. Hún er fagleg og algjör listakona þegar kemur að stíliseringu og það var ómetanlegt að hafa alla skipulagningu á einum stað. Það sem stóð upp úr að okkar mati, fyrir utan það hvað allt var fallegt og hugsað fyrir öllu, er það að allan daginn vorum við slök og gátum notið hverrar mínútu án alls stress og höfðum ekki áhyggjur af neinu.

MARIA & UNNAR

bottom of page