top of page
G&H-649.jpg
_AA03524.jpg

Hæ þið...

SPJÖLLUM
SAMAN

Pakkarnir mínir eru vandlega hannaðir til að veita ykkur epíska upplifun frá upphafi til enda og eru allir stútfullir af verðmætari hjálp, því við skulum vera raunveruleg... þið eigið það  skilið!

Hafðu samband við mig í dag til að fletta í gegnum verðbæklinginn minn og finna hinn fullkomna valkost fyrir daginn ykkar.

FÁÐU VERÐTILBOÐ

DSC06906.jpg
  • Instagram

alina@ogsmaatridin.is

Reyni ávalt að svara innan

við 3 virka daga

Vinnutími:

Mjög breytilegur og því ekki alltaf við asap

Eru þið með spurningar?
  • Af hverju ættum við að bóka brúðkaupsplanara?
    Brúðkaupsplanari sparar ykkur óteljandi tíma, stress og kostnað. Ég hjálpa ykkur að halda utan um allt ferlið, samhæfi söluaðila, hanna daginn eftir ykkar sýn og stýri deginum sjálfum. Þið fáið ekki bara skipulag heldur líka aðila með mikla reynslu sem hefur séð hvað virkar og líka hvaða mistök hægt er að forðast. Ég miðla þeirri reynslu til ykkar svo þið þurfið ekki að ganga í gegnum það sjálf. Með mér í liði sparið þið kostnað þar sem ég þekki bestu söluaðilana, fæ oft betri verð og veit hvernig hægt er að nýta fjárhagsáætlunina á sem skilvirkastan hátt. Þið sparið líka ótrúlegan tíma, sérstaklega þegar dagurinn nálgast og minnst er eftir af orkunni. Mitt hlutverk er að létta af ykkur álaginu svo þið getið notið ferlisins og sjálfs dagsins í ró og næði.
  • Er þetta ekki eitthvað sem ég eða mamma/vinkona mín gæti gert?
    Það getur virkað í sumum tilfellum, en vandinn er að þá þurfa þeir að vinna í stað þess að njóta dagsins með ykkur. Það eru hundruðir smáatriða sem þarf að sinna á brúðkaupsdaginn sem þið vitið kanski ekki af eða geta komið uppá og þau smáatriði eiga ekki að lenda á vinum eða mömmu. Þið fáið fagmann sem heldur utan um allt svo ykkar nánustu geta verið í sínu hlutverki: að vera til staðar, fagna og njóta.
  • Er planari bara fyrir stór brúðkaup?
    Algjörlega ekki. Hvort sem dagurinn er lítið og nánara brúðkaup eða stór veisla, þá þarf alltaf skipulag, tímalínu, samskipti og eftirfylgni. Þjónustan er sveigjanleg og sniðin að ykkar þörfum og hjálpar til við að hámarka upplifunina, óháð stærð dagsins.
  • Tökum við samt ákvarðanirnar sjálf eða gerir þú það fyrir okkur?
    Þið eigið alltaf lokaorðið. Mitt hlutverk er að kynna ykkur bestu valkostina, miðla reynslu og gefa ráð svo þið getið tekið upplýstar ákvarðanir án þess að kafna í upplýsingum og skilaboðum. Þið stjórnið ferðinni, ég sé um að leiðin verði slétt og greið.
  • Hvað er munurinn á brúðkaupsplanara og veislustjóra?
    Íslandi er veislustjóri oft í hlutverki skemmtikrafts sá sem heldur utan um dagskrána, kynnir atriði og sér til þess að stemmingin sé góð. Brúðkaupsplanari er hins vegar sá sem vinnur með ykkur allan undirbúningsferilinn, skipuleggur daginn, heldur utan um samskipti við söluaðila og sér til þess að allt gangi snurðulaust fyrir sig frá A–Ö. Mörg brúðhjón velja að hafa bæði: veislustjóra til að skemmta og planara til að tryggja að skipulagið, tímalínan og framkvæmdin haldist í fullkomnu jafnvægi.
  • Hvað ef ég hef þegar byrjað skipulagið sjálf?
    Það er ekkert vandamál, ég get komið inn á hvaða stigi sem er. Hvort sem þið eruð rétt að byrja, komin hálfa leið eða bara vantar að pússa loka hnúta, þá laga ég mig að ykkar stöðu og þörfum.
  • Er þetta ekki bara aukinn kostnaður?
    Það er eðlilegt að hugsa þannig, en í raun sparið þið bæði tíma og peninga. Með reynslunni veit ég hvar á að forgangsraða, hvernig á að forðast dýrar gildrur og hvernig fjárhagsáætlun nýtist sem best. Að bóka planara er ekki kostnaður, heldur fjárfesting í að dagurinn verði ánægjulegri, stresslausari og að hver einasta króna verði nýtt í eitthvað sem mun hafa áhrif.
  • Getur þú tryggt að allt gangi upp á daginn?
    Það sem ég get lofað er að ég geri allt sem í mínu valdi stendur, þau tengsl sem ég hef til að lagfæra misskilning sem hefur orðið á loka metrunum, finna nýja aðila ef afbókanir verða og fleira. Brúðkaup eru lifandi viðburðir og eitthvað óvænt getur alltaf gerst en munurinn er sá að ég sé um að leysa það á staðnum svo þið þurfið ekki að hafa áhyggjur. Þið takið eftir gleðinni, ekki stressinu.
  • Hvernig virkar ferlið ef við viljum bóka þig?
    Þið hafið samband og fáið þá verðbæklingin minn, eftir það geti þið svo bókað frían kynningarfund þar sem við förum yfir drauma ykkar, þarfir og væntingar. Ef þið eruð spennt fyrir samstarfinu eftir fundinn okkar og ákveðið að stafesta bókun, hefst ferlið með ítarlegum spurningalista, skoðun á salnum og skipulagsramma sem ég set upp fyrir ykkur. Þaðan tökum við þetta skref fyrir skref, þar til draumadagurinn er orðinn að veruleika.
  • Ertu með tengslanet í greininni?
    Já og það er ein af stærstu ástæðunum fyrir því að brúðhjón bóka planara. Ég vinn með traustum aðilum sem ég veit að standa sig, fæ oft betri verð og get ráðlagt ykkur í því hverjir henta best fyrir ykkar dag. Þið sparið tíma í leitinni og fáið söluaðila sem ég veit að skila gæðum.
bottom of page