top of page
Hæ þið...
SPJÖLLUM
SAMAN
Pakkarnir mínir eru vandlega hannaðir til að veita ykkur epíska upplifun frá upphafi til enda og eru allir stútfullir af verðmætari hjálp, því við skulum vera raunveruleg... þið eigið það skilið!
Hafðu samband við mig í dag til að fletta í gegnum verðbæklinginn minn og finna hinn fullkomna valkost fyrir daginn ykkar.
FÁÐU VERÐTILBOÐ
Reyni ávalt að svara innan
við 3 virka daga
Vinnutími:
Mjög breytilegur og því ekki alltaf við asap
Eru þið með spurningar?
-
Mun ég samt hafa einhverja stjórn á brúðkaupinu mínu þó ég ráði þig?Algjörlega, þetta er dagurinn þinn og ég er hér til að þjóna þér og þinni sýn. Hugsaðu bara um mig sem littlu hjálparhelluna þína sem er hér til að hlusta á þig tala endalaust um daginn þinn og hjálpa þér að framkvæma drauma brúðkaupið ykkar.
-
Ég er með veislustjóra, afhverju þarf ég þig?Starf veislustjóra felst aðalega í því að halda uppi góðri stemningu, halda utan um ræður, skemmtiatriði og fleira og er algjörlega nauðsynlegur partur af deginum en hann er þó oftast vinur eða fjölskyldumeðlinum og því oft ekki með mikla reynslu að því að stjórna veislu og passa að allt gangi upp eftir nákvæmu tímaplani (það er líka erfitt ef maður er komin í glas), einnig væri geggjað ef sá aðili þyrfti ekki að vinna allt kvöldið. Þar kem ég inn og tek við erfiðari hluta kvöldsins sem er að slökkva elda, passa uppá tímplanið og vinna með veislustjóranum hvort sem hann er vinur eða fagaðili til að skapa ógleymanlegt kvöld handa ykkur og gestum ykkar.
-
Það er allt innifalið í salnum, þarf ég þig?Þó að það sé flest allt innifalið í salnum þá getur verið erfitt að segja hvaða staðla aðilinn sem rekur salinn er með og þeir sjá oft ekki það sem ég sé. Eins og krumpaða dúka, bletti eða ljót húsgögn sem mega alveg fara frá. Til þess er ég hér, til að passa að allt sem skiptir þig máli sé gert og það sé séð fyrir öllum smáatriðunum.
-
Get ég sparað mér pening ef vinir eða fjölskylda hjálpa til?Brúðkaupsplanari er fjárfesting í því að tryggja að brúðkaupsdagurinn þinn sé fallegur og gangi smurt fyrir sig á meðan þú tekur streitu og skyldu af þér og fjölskyldu þinni. Þess vegna vinn ég bara með fólkinu mínu, svo að fjölskildan þín fái nú líka að njóta dagsins með þér.
-
Munt þú vinna með söluaðilum sem við veljum, eða aðeins þeim sem þú mælir með?Ég er til í að vinna með hverjum sem er, en er líka með frábært teymi valinna söluaðila sem ég hef góða reynslu af ef þú þarft einhverjar ábendingar.
-
Hvað ef ég þarf að afbóka eða færa bókunina mína?Lífið er flókið og búast má við hinu óvænta. Þér er alltaf frjálst að afbóka eða færa dagsetninguna en innborgunin er óendurgreiðanleg þar sem hún hjálpar til við að vernda mig, vegna þess að ég hafna allri annarri bókun fyrir brúðkaupsdaginn þinn. Ég vona að þú skiljir að innborgun er trygging fyrir mig til að halda mér á floti ef afpöntun á sérstað.
-
Hvað gerist ef það rignir á deginum okkar?Ef þú vilt hugarró þegar kemur að því að skipuleggja útiathöfnina þína, þá mun ég alltaf plana og ræða við þig hvað back-up planið sé, en í versta falli tek ég alltaf með mér fallegar glærar regnhlífar fyrir smá skúrir.
-
Hvað gerist ef hamfarir dynja yfir eða Covidtakmarkanir láta mig breyta um dag?Ég vona auðvitað alltaf það besta en ef ég kemmst ekki vegna hamfara mun ég reyna mitt besta að finna staðgengil og ef Covid hefur áhrif á plön okkar þá finnum við bara nýjan dag sem allir komast og ég er ekki að rukka neitt fyrir það.
-
Er hægt að fá sérsniðið verðtilboð?Já algjörlega, ef þú finnur ekki pakkan sem hentar þér þá skulum við hittast og ræða hvað það er sem þú þarft mesta hjálp við og ég get sent þér sérsniðið verðtilboð í framhaldi af því.
-
Er hægt að greiða í pörtum?Algjörlega, þessi þjónusta er fyrir þig og ég vil að þú getir borgað hana á hátt sem hentar þér. Það eina sem ég þarf er staðfestingargjald sem er 10% af heildarupphæð pakkans til að festa daginn þinn eftir það getum við skipt greiðslunni í allt að 12 mánuði að brúðkaupsdeginum ykkar.
bottom of page