Bara pínu stressuð og vantar hjálp
HÉR ER AUKALEG ÞJÓNUSTA


Eruð þið kannski á lokametrunum eða langar að plana þetta bara sjálf?
Það er ekkert mál en það er líka ekkert að því að fá smá hjálp til að byrja, minnka stressið eða fá hugmyndir frá þriðja aðila.
AUKALEG ÞJÓNUSTA
Fundir með planara sem létta álagið.
Að skipuleggja brúðkaup er stórt verkefni og það reynir á bæði tíma, orku og tilfinningar. Margir gera sér ekki grein fyrir hversu mikið smáatriðin skipta máli, eða hve auðvelt er að missa yfirsýn þegar stóri dagurinn nálgast. Það sem virðist smávægilegt í dag getur haft áhrif á stemninguna á sjálfan daginn.
Með aukafundum fáið þið tækifæri til að staldra við, fá skýra sýn og leysa úr spurningum áður en þær verða að stressi.
Hvort sem það er að: fá ráðgjöf við skreytingar og hvernig nýta fjármagnið sem best, fá tímalínu sem raunverulega virkar (þar sem pláss er fyrir smá óvænt augnablik), samhæfa væntingar við veislustjóra eða, einfaldlega setjast niður og fá hjálp með allt sem brennur á ykkur þá létta þessir hittingar pressuna og hjálpa ykkur að njóta meira.
Það sem margir vita ekki er að hlutirnir taka lengri tíma en maður heldur og það eru ótal smáatriði sem þið munið komast að þurfi að gera þegar nær dregur sem gott að vita af fyrr og klára þá tímanlega og spara sér stress.



1:1 Skipulagsaðstoð
Stundum er bara gott að fá faglega aðstoð við þau atriði sem eru að brenna á ykkur í augnablikinu. Það gæti verið allt frá vali á söluaðilum, spurningar um skreytingar eða hvar eigi að byrja þegar allt virðist of mikið. Margir af kúnnum okkar finnst það hjálpa mikið að taka fund þegar stressið er allt of mikið, því þá virðast verkefnin ekki óleysanleg.
Á þessum fundi fáið þið:
- Klukkutíma fundur
- Persónulega ráðgjöf byggða á ykkar stöðu og þörfum.
- Skýr svör við spurningum sem hafa valdið óvissu.
- Leið til að koma skikki á hugsanir og forgangsraða verkefnum.
Þessi fundur er fyrir brúðhjón sem vilja einfaldlega auka öryggið sitt og hafa einhvern með sér í liðinu sem hefur reynsluna og sýnina.
15.000 kr
Tímalínu ráðgjöf
Skipulag dagsins er lykillinn að stresslausu brúðkaupi. Of stuttur tími milli atriða getur valdið stressi og tafið flæðið, á meðan of mikill tími getur drepið stemninguna. Einnig inniheldur tímalínan okkar aukalegar upplýsingar sem tryggja að söluaðilarnir ykkar geti unnið sína bestu vinnu.
Á tímalínufundi fáið þið:
- Klukkutíma fund.
- Yfirlit yfir allan daginn frá morgni til kvölds.-
- Raunhæfa tímalínu sem tekur mið af því sem venjulega tekur lengri tíma en fólk heldur (eins og myndatökur, klósettferðir og samveruaugnablik).
- Skýra sýn á hvernig dagurinn getur runnið mjúklega áfram.
- Tímalínu sniðmátið okkar fylgir að andvirði 3.900kr
Fundurinn hentar sérstaklega brúðhjónum sem vilja vera viss um að allt passi saman – án þess að hlaupa á eftir klukkunni á stóra deginum.
18.000 kr


Skreytingaráðgjöf
Hvernig á að láta daginn líta út eins og í draumnum án þess að eyða í óþarfa? Margir eru óöruggir um hvað á að skreyta, fjölda af hverri leiguvöru, hvar á að byrja og hvað er raunhæft að gera sjálfur.
Á skreytingarfundi fáið þið:
- Klukkutíma fund
- Ráðgjöf um litapallettur, stíl og heildarútlit.
- Yfirlit yfir hvað skiptir mestu máli að skreyta og hvað þarf alls ekki að ofhugsa.
- Tillögur að söluaðilum, efni og lausnum sem passa ykkar budget.
- Mini hönnunarskjal sem inniheldur moodboard, litaval, hönnunar hugmyndir, borð uppröðum, fjölda á leiguvörum og hvar þið finnið þær
Þetta er kjörinn fundur fyrir brúðhjón sem vilja sterka faglega sýn á hvernig gera má draumaskreytingar að veruleika án þess að stressa sig út í þaula.
25.000 kr
Veislustjóra ráðgjöf
Á Íslandi er veislustjóri oft vinur eða ættingi sem getur verið bæði yndislegt og áskorun. Þau fá oft lítið sem ekkert skipulag í hendur, sem getur orðið þeim stressandi og haft áhrif á flæði kvöldsins.
Á veislustjórafundi:
- Klukkutíma ráðgjöf
- Hittumst við öll saman (brúðhjón og veislustjóri).
- Förum yfir tímalínu, væntingar og hlutverk.
- Tryggjum að veislustjórinn hafi verkfærin og öryggið sem þarf til að gera kvöldið eftirminnilegt.
Þessi fundur er fullkominn fyrir brúðhjón sem vilja styðja sinn veislustjóra og tryggja að hann/hún sé vel undirbúin(n).
12.000 kr


Fáðu aðgang að öllum skipulagsskjölunum okkar


Í vefversluninni okkar finnur þú skipulagsskjöl og verkfæri sem gera brúðkaupsskipulagið einfaldara, skýrara og miklu minna stressandi. Hér færðu allt sem þú þarft til að halda utan um daginn ykkar á einum stað nákvæm tímalínusniðmát sem tryggja að allt gangi upp, yfirlits- og skipulagsskjöl sem gera undirbúninginn að leik, og hagnýt verkfæri sem létta samskipti við söluaðila og gesti. Við höfum tekið saman reynsluna sem við höfum safnað í gegnum árin og breytt henni í hagnýtar lausnir sem hjálpa ykkur að spara tíma, halda utan um smáatriðin og minnka stressið. Þannig getið þið notið skipulagsferlisins jafn mikið og stóra dagsins sjálfs.

Okkur fannst ótrúlega gott að mæta á skreytingar fund með Alínu. Það hjálpaði okkur mikið að koma hugmyndum okkar á blað og skilja betur hvað okkur vantaði og langaði að gera.
MAGNÚS OG SIGRÚN





