top of page

Bara pínu stressuð og vantar hjálp

HÉR ER AUKALEG ÞJÓNUSTA

DSC05576.jpg
DSC07100.jpg

Eru þið kannski á loka metrunum eða langar að plana þetta bara sjálf?
Það er ekkert mál en það er líka ekkert að því að fá smá hjálp til að byrja, minnka stressið eða fá hugmyndir frá þriðja aðila.

AUKALEG ÞJÓNUSTA

01

1:1 Skipulagsaðstoð

Brúðkaupsplönunar hittingur þar sem þú getur komið og spurt reyndan brúðkaupsplanara spjörunum út. Gott er að koma vel undirbúin svo ég geti svarað eins mörgum spurningum og hægt er. Við getum rætt hönnun, tímalínur, söluaðila, leyst vandamál og fullt fleira. Það er ekkert off limits.

9.900 kr

02

Tímalínu ráðgjöf

Brúðkaupsplönunar hittingur þar sem þú getur komið og farið yfir tímalínuna á deginum þínum með reyndum brúðkaupsplanara. Gott er að koma vel undirbúin svo ég geti svarað eins mörgum spurningum og hægt er. Við munum fara yfir hvaða upplýsingar er nauðsynlegt að hafa á tímalínunni, hvað þarf að gefa mikinn tíma í hvað og almennar tímalínureglur. Tímalínu sniðmát fylgir!

12.900 kr

03

Veislustjóra ráðgjöf

Ert þú að fara að vera veislustjóri í brúðkaupi eða ert þú að fara að gifta þig og varst að biðja vin um að koma og vera veislustjóri? Þá er þetta hittingurinn fyrir ykkur. Hér tökum við fund með reyndum brúðkaupsplanara og ræðum hvað er gott að hafa í huga þegar maður er veislustjóri, hvaða verkefni falla á veislustjórann og hvernig er best að mæta væntingum brúðhjóna.

04

Skreytingarráðgjöf

Bókaðu fund með reyndum brúðkaupsplanara og stílista til að fara yfir og ræða hönnunina fyrir brúðkaupið þitt. Hér munum við fara yfir litaval, áferðir, uppsetningar og fleira. Einnig munum við ræða hvað er gott að passa sig á og hvað annað sem þig langar að spyrja út í.

9.900 kr

9.900 kr

Bókaðu tíma á
Noona appinu

bottom of page