top of page

Fallegir staðir til að taka myndir inni

Við erum öll sammála um að íslenska veðrið er frábært… á sinn hátt. Það heldur okkur á tánum og gefur okkur fallega dramatíska himna, en það er ekki alltaf best fyrir hárið og stundum fer að rigna á seinustu stundu. Þess vegna er það alltaf snjallt að hafa inni-myndatökustaði í bakhöndinni fyrir brúðkaupsdaginn.


Hvort sem það er rigning, vindur eða bara löngunin til að hafa myndatökuna örlítið þægilegri, þá er fullt af stöðum á höfuðborgarsvæðinu sem bjóða upp á töfrandi bakgrunn.

Og innimyndataka þýðir ekki minni glæsileiki, í raun getur hún skapað meiri dýpt, nánd og karakter í myndunum.


Hér eru nokkrir af mínum uppáhalds stöðum (og smá auka gullmolar fyrir þá sem vilja gera hlutina öðruvísi):


Mynd eftir Dagbjört Kristin tekin í stiganum hjá Safnarhúsinu
Mynd eftir Dagbjört Kristin tekin í stiganum hjá Safnarhúsinu

  1. Fallegum stiga á safni

Ef þið viljið smá konunglega stemningu og fallegt ljós, þá er stiginn í Safnahúsinu ótrúlegur.

Hann er með mikla sál, fallegar línur og gefur myndunum bæði dýpt og drama. Einnig er flottur stigi í Þjóðminjasafninu sem hægt er að skoða. Passið ykkur þó að það þarf oft að greiða inn á söfnin til að fá að taka myndir þar.



  1. Hótel – Apótek hotel, Parliment eða Hótel Borg

Apótek Hótel er eins og hannað fyrir stílhreinar og tímalaugar myndir.

Stiginn þar er fullkominn backdrop – gamaldags sjarminn blandast við smá „old money vibes“. Einnig er hægt að skoða önnur hotel se, hafa einstakan stíl sem passar við daginn ykkar, oft er ekkert mál að koma og taka nokkrar myndir í lobbýinu eða bara um hótelið.



Plus: það er ekkert að því að taka myndirnar og svo fá sér kampavínsglas á barnum áður en þið haldið áfram.


  1. Harpan – ljós, form og allt dazzle-ið

Ef þið viljið nútímalega arkitektúr og leik með ljós og skugga, þá er Harpan ótrúleg.

Glerveggirnir gefa bæði náttúrulegt ljós og sérstaka stemningu, og það er hægt að fá bæði dramatískar myndir og léttari, bjartar myndir á sama stað.


Mynd eftir Sunday and White @Kvósin Hotel bar
Mynd eftir Sunday and White @Kvósin Hotel bar
  1. Kvosin Bar – fyrir afslappaða og hlýja stemningu

Kvosin Bar er eins og heimilið sem við öll viljum eiga: notalegur, fallegur og með smá „cosy chic“ áferð. Hentar vel fyrir þá sem vilja myndir sem eru meira „við í góðu stuði“ en „við í fullkomnum posum“.


  1. Ykkar uppáhalds kaffihús

Ég er alltaf hrifin af hugmyndinni um að fara á kaffihúsið sem þið farið á saman aftur og aftur.

Það bætir myndunum persónuleika og gerir þær meira „ykkar“. Plús – það er alltaf gott að hafa latte í hönd þegar maður er í myndatöku.


Auka gullmolar fyrir þá sem vilja meira „wow“


Mynd eftir Salbedaras weddings tekin í Ásmundarsafninu
Mynd eftir Salbedaras weddings tekin í Ásmundarsafninu
  1. Listasafn Íslands eða Ásmundasafnið – hvítir veggir og hátt til lofts

Fullkomið fyrir þá sem vilja hreinan, minimalískan bakgrunn sem lætur brúðarskikkjuna og litina í blómunum skína.



  1. Þjóðleikhúsið – dramafíling

Ef þið fáið leyfi, þá er Þjóðleikhúsið algjör draumur fyrir þá sem vilja kvikmyndalegar myndir með djúpum litum og þykkri stemningu.



  1. Milli bókana – hjá Kex eða Hús Máls og Menningar

Hillur fullar af bókum, ilmur af gömlum síðum og mjúkt ljós. Þetta er staðurinn fyrir þá sem elska smá „Notting Hill meets Reykjavík“.



Mynd eftir Elísabet Blöndal tekin á efri hæð Iðnó
Mynd eftir Elísabet Blöndal tekin á efri hæð Iðnó

  1. Efri hæð Iðnó – vintage töfrar

    Þessi hæð er eins og tímavél í fallegasta skilningi. Vintage vibe, hlýir litir, geggjuð lýsing og rými sem hægt er að leigja bæði til að gera sig til og taka myndir. Hentar fullkomlega fyrir þá sem vilja blanda saman rómantík og gamaldags glæsileika.


  2. Perlan – ljós og útsýni allt í einu

    Ef þið viljið einstakt ljós, opið rými og stórfenglegt útsýni án þess að stíga út í veðrið, þá er Perlan frábær. Glerhvelfingin gefur mjúkt, náttúrulegt ljós og býr til ótrúlega fallegar myndir, bæði stílhreinar og rómantískar.


Pro tip frá mér:

Ekki gleyma að segja ljósmyndaranum ykkar frá því ef þið hafið sérstaka tengingu við stað, stundum verða bestu myndirnar til þegar umhverfið hefur tilfinningagildi fyrir ykkur.

Og þó það sé innanhúss myndataka, þá er hægt að ná alveg jafn miklum töfrum og ef við værum úti í náttúrunni.


ree

Ef ykkur vantar fleiri ráð og skjöl fyrir skipulagið erum við með vefverslun þar sem við erum að deila með ykkur öllum skipulagsleyndarmálum og skjölum sem við höfum fullkomnað í gegnum árin. "Ég vildi að allir myndu nota þessi skjöl" er einhvað sem við heyrum oft frá söluaðilum. Skoðaðu það HÉR

Comments


bottom of page