Hér til að hjálpa elskendum heimsins

AÐ SKAPA KLIKKAÐA
BRÚÐSKAUPSDAGA
Kynnumst betur yfir kaffibolla


Ég elska að vinna með pörum sem elska að halda upp á ástina, gera vel við vini sína og eru kannski bara svolítið extra að eðlisfari. Ef það eru þið þá munum við ná vel saman því ég elska þetta allt líka! Hugsið bara um mig sem mjög fróðan vin sem vill hjálpa og veit fullt um brúðkaupsplönun, þannig vil ég að ykkur líði með samstarfið okkar.


Ef þú ert að leita af lista af fagþekkingu minni & menntun þá finnur þú hann ekki hér!
Þegar ég giftist manninum mínum árið 2019 sá ég brúðkaup í allt öðru ljósi. Ég fann hvað dagurinn var töfrandi, en líka hvað vantaði margt sem hefði gert upplifunina enn betri. Það kveikti hjá mér sterka löngun til að skapa þá þjónustu og þau smáatriði sem ég sjálf hefði viljað hafa og þannig varð ástríðan mín fyrir brúðkaupum til.
Árið 2021 varð Og Smáatriðin að veruleika með eitt skýrt markmið: að hjálpa brúðhjónum að upplifa daginn sinn á þann hátt sem þau eiga skilið án stress, með persónulegri sýn í forgrunni og með smáatriðum sem eru tekin á næsta level. Ég er ekki hefðbundinn viðburðastjórnandi með gráðu á veggnum, heldur einhver sem byggir þjónustuna sína á raunverulegri reynslu, óbilandi ástríðu og þeirri trú að hvert brúðkaup eigi að vera einstakt. Með bakgrunn í margmiðlun, hönnun og skapandi vinnu hef ég ræktað auga fyrir smáatriðum, samskiptahæfni sem heldur öllu á réttri braut og úrræðasemi sem tryggir að dagurinn ykkar verði jafn fallegur í framkvæmd og hann er í draumunum ykkar.
Þið eruð hetjan í þessari sögu – dagurinn ykkar er í brennidepli. Ég er hér til að styðja ykkur, leiðbeina og skapa þann grunn sem gerir ykkur kleift að njóta augnabliksins.



HVAÐ GERIR
BRÚÐKAUPSPLANARI?
Að hafa brúðkaupsplanara við hliðina á sér er eins og að hafa traustan bandamann sem heldur utan um allt, frá fyrstu hugmynd til síðasta dans. Ég sérhæfi mig í brúðkaupum, sem þýðir að ég þekki öll smáatriðin sem skipta máli, og vinnan mín er miklu persónulegri en hefðbundin viðburðastjórnun. Þetta er jú dagurinn ykkar og hann á að endurspegla ykkur, drauma ykkar og persónuleika. Það er eðlilegt að þið viljið taka þátt í skipulaginu og oft vilja fjölskyldumeðlimir líka leggja hönd á plóginn, sem er dýrmætt. En hlutverk mitt er að passa að allt gangi upp, að allir þráðir haldist saman og að þið getið notið ferlisins og dagsins sjálfs án þess að hafa áhyggjur. Ég er brúðkaupsplanari því ég elska að vinna náið með fólki, hlusta á hugmyndir, breyta draumum í áþreifanlega sýn og hanna upplifun sem er einstök, ekki bara einn atburður í lífi ykkar, heldur dagur sem þið munið seint gleyma. Vinnan mín snýst um samskipti, samhæfingu við alla söluaðila og að halda skipulaginu skýru, svo þið þurfið ekki að vera með alla þræði í höndunum.
Í stuttu máli: Ég er ykkar hægri hönd í gegnum allt ferlið, þannig að þið getið slakað á, notið og vitað að draumadagurinn ykkar sé í öruggum höndum.
JUST THE FACTS

TAKA GÖNGUR Í NÁTTÚRUNI, FERÐAST OG SKAPA
FALLEGAR MINNINGAR

FALLEGA ÍSLAND SEM MINNIR MANN ALLTAF Á FEGURÐINA


ÉG ER MEÐ KAFFI Á HEILANUM
FJÖLSKYLDAN MÍN EN ÉG VARÐ MÓÐIR 2023