top of page

Hér til að hjálpa elskendum heimsins

DSC06649.jpg

AÐ SKAPA KLIKKAÐA
BRÚÐSKAUPSDAGA

Kynnumst betur yfir kaffibolla
DSC06484.jpg
DSC07177.jpg

Ég elska að vinna með pörum sem elska að halda uppá ástina, gera vel við vini síni og eru kannski bara soldið extra að eðlisfari. Ef það eru þið þá munum við ná vel saman því ég elska þetta allt líka! Hugsið bara um mig sem mjög fróðan vin sem vill hjálpa og veit fullt um brúðkaupsplönun, þannig vil ég að ykkur líði með samstarfið okkar.

Logos_all-75.png
Logos_all-25.png
Ef þú ert að leita af lista af fagþekkingu minni & menntun þá finnur þú hann ekki hér!

Þetta byrjaði allt þegar ég giftist manninum mínum árið 2019 og eftir það var ekki aftur snúið. Ég gjörsamlega féll fyrir brúðkaupum og öllu smáatriðunum, en fannst fullt vera ábótavant á þessum markaði sem ég hefði sjálf viljað geta keypt eða fengið á deginum mínum.  Eftir það fór ég að spá í hvað ég gæti gert til að lyfta brúðkaupsbransanum á hærra plan og árið 2021 varð Og Smáatriðin að veruleika ásamt hlaðvarpi og fullt fleirra sem ég hef gert til að ná þessu stóra markmiði mínu.

 

Ég er ekki menntaður viðburðarstjórnandi heldur einfaldlega elska ég að skapa ógleymanlega daga með skemmtilegu fólki. Menntun mín er í margmiðlun, animation og smá forritun en ég hef nýtt hvert einasta tækifæri í lífi mínu til að mynda geggaða samskipta hæfileika, gott auga fyrir hönnuna og er líka bara mjög úrræðasöm að eðlisfari, sem þú færð kanski að kynnast ef við endum á að vinna saman að stóra deginum þínum.

G&H-484.jpg
G&H-412.jpg
Hjartans þakkir fyrir okkur

Að ráða Alinu í að skipuleggja brúðkaupið okkar og vera með okkur á deginum sjálfum til að halda utan um dagskrána var án efa allra besta ákvörðun sem við tókum í brúðkaupsundirbúningnum. Hún er fagmaður fram í fingurgóma og allt sem hún snertir verður fallegra en það var áður - án hennar hefði brúðkaupið okkar hreinlega ekki verið mögulegt.

GUÐRÚN & HAUKUR

DSCF6671.jpg

HVAÐ GERIR
BRÚÐKAUPSPLANARI?

Þú ert örugglega að pæla í þessari spurningu og að vera brúðaupsplanari er í raun bara mjög svipað og viðburðarstjóri nema ég sérhafi mig bara í brúðkaupum og vinna mín er mun meira persónuleg en venjulegur viðburðar skipuleggjandi. Því að þetta er jú dagurinn ykkar og þið viljið hafa skoðun, vera partur af skipulaginu og oft er mamman líka með, sem er frábært. Ég er að sérhæfa mig í brúðkaupum því ég elska að vinna með fólki og skapa persónuleg brúðkaup sem endurspeglar ykkur en er ekki bara einn annar viðburður í lífi ykkar. Vinna mín snýst aðalega um samskipti, við ykkur, söluaðilana ykkar og að hjálpa ykkur að skapa dag sem þið getið litið til baka á og verið óendanlega ánægð með.

JUST THE FACTS

Alina-Thorvardur-assemblage-photography-75.jpg

TAKA GÖNGUR Í NÁTTÚRUNI, FERÐAST OG SKAPA

FALLEGAR MINNINGAR

Alina-Thorvardur-assemblage-photography-90b.jpg

FALLEGA ÍSLAND SEM MINNIR MANN ALLTAF Á FEGURÐINA

Alina-Thorvardur-assemblage-photography-74.jpg
DSC05107.jpg

ÉG ER MEÐ KAFFI Á HEILANUM

MAÐURINN MINN SEM ÉG ER BÚIN AÐ VERA MEÐ Í YFIR

12 ÁR

Uppáhálds hlutirnir mínir

bottom of page