top of page

LEIGUVÖRUR

Hér má finna leiguvörurnar okkar, þær eru settar saman í fallegan bækling til að auðvelda ykkur að sjá þær og velja. Undir hverri vöru er stærð, fjöldi og verðið á vörunni. Við reynum að halda verðinu sanngjörnu þar sem við trúum því að það sé betra að leigja en að kaupa til að minka sóun, en mundu að það tekur tíma að viðhalda og þrífa leiguvörur.

auðbjörg&gísli2022_sunday&whitestudio-269.jpg

Leigt er yfir heila helgi í senn, vörurnar eru sóttar á fimmtudegi og skilaðar á mánudegi.

auðbjörg&gísli2022_sunday&whitestudio-391.jpg

Langar þig að leigja vörur frá okkur?

auðbjörg&gísli2022_sunday&whitestudio-270.jpg
Hvað er í

Bæklingnum okkar

Við hjá Og Smáatriðunum leggjum metnað okkar í að bjóða upp á leigu á vörum sem gefa brúðkaupinu ykkar sérstöðu og skapa einstaka stemningu. Í safninu okkar finnurðu bæði klassískar antíkvörur, hágæða dúka og servíettur, ásamt hönnunarvörum sem setja punktinn yfir i-ið í skreytingunum. Í bæklingnum okkar getur þú skoðað úrvalið, séð verð og valið nákvæmlega hvað hentar fyrir ykkar dag. Ferlið er einfalt: sendið okkur númer vörunnar, fjölda og dagsetningu – og við sjáum um rest.

Ef þið hafið séróskir, eins og ákveðinn lit af servíettum eða stóran fjölda hnífapara, erum við meira en til í að skoða sérpantanir. Þannig getið þið verið viss um að fá nákvæmlega þá stemningu sem þið dreymið um.

G&H-421.jpg
CT3A4203.jpg

Hvernig leigið þið vörur

FERLIÐ OKKAR

01.

SKOÐA BÆKLING

Skoðið bæklingin okkar og veljið þær vörur sem ykkur vantar fyrir viðburðinn ykkar. Ef ykkur vantar aðstoð með fjölda eða eruð með séróskir, ekki hika við að hafa samband.

02.

SENDU FJÖLDA

Þegar þið hafið fundið þær leiguvörur sem ykkur vantar, þá sendið þið okkur dagsetninguna ykkar, vörunúmer og fjöldan sem ykkur vantar.

03.

SÆKJA

Þið fáið svo staðfestingu og sækið vörurnar ykkar á fimmtudeginum fyrir stóra daginn. Við leigjum bara út yfir helgar eða staka virka daga ef það vantar.

04.

SKILA

Þið skilið svo vörunum á mánudeginum eftir viðburðinn, en passið ykkur að lesa skilmálana okkar því að ef það er skilað seint eða vara skemmist þarf að greiða gjald.

Sendu okkur fyrirspurn

SKILMÁLAR

1. Lágmarksleigugjald

Lágmarksleigugjald er 5.000 kr, þó leigt sé minna af vörum en nemur því verði.

 

2. Greiðslustefna

Ef upphæð leigur er meira en 15.000kr þarf að greiða staðfestingargjald.

Staðfestingargjald nemur 50% af leiguverði.

Staðfestingargjald þarf að greiðast til að bókun sé tryggð og verður reikningur verið sendur í heimabanka greiðanda.

Hægt er að greiða með pening eða millifærslu við afhentingu

 

3. Skil á vörum

Öll leigð vara skal skila innan samkomulagsbundins tíma.

Leigt er frá fimmtudegi til mánudags.

Vanskilagjald að upphæð 1000kr á dag bætist við fyrir sein skil.
 

Allar vörur mega koma skítugar til baka, nema:
Glös,speglar og borðbúnaður, sem skulu vera þvegin og hrein við skil.
 

4. Tauvörur (dúkar, servíettur o.fl.)

Ef dúkar, servíettur eða aðrar tauvörur eru:
 

Skemmdar (t.d. rifnar, brunnir), innihalda kertavax eða bletti sem ekki er hægt að þrífa úr,
þá ber leigutaka að greiða kostnaðarverð vörunnar.
 

Athugið sérstaklega að kertavax frá ódýrum kertum getur valdið varanlegum skemmdum – við mælum alltaf með gæðakertum sem leka minna (hægt er að kaupa kerti hjá okkur frá Brostne á heildsöluverði).

Ef dúkar eða aðrar tauvörur skemmast eða skila sér með kertavaxi eða blettum sem ekki er hægt að fjarlægja, er leigutaki ábyrgur fyrir greiðslu kostnaðarverðs viðkomandi hlutar.
 

5. Auka þrifgjald

Ef vara sem á að vera skiluð hrein eða skilar sér í óvenju skítugu ástandi, t.d. með óhóflegu kertavaxi, fitu eða öðru sem krefst sérmeðhöndlunar, getur bæst við:
 

Auka þrifgjald að upphæð 5.000 kr.
 

6. Ábyrgð og tjón

Leigutaki ber fulla ábyrgð á vörum frá því þær eru teknar við þar til þær skila sér aftur.
 

Tjón eða tap skal bætt að fullu verðmæti viðkomandi vöru/vörum.
 

7. Notkun og meðferð

Vörur skulu meðhöndlaðar með virðingu og ekki notaðar í veðuraðstæðum þar sem þær geta skemmst (rigning, stormur, o.s.frv.) nema sérstaklega sé samið um annað.

 

Kertastjakar skulu eingöngu notaðir með kertum sem ekki leka óhóflega.

Greitt er fyrir það sem leigt er, hvort sem það er notað í skreytingar af viðskipavin eða ekki.

 

8. Afturköllun og afbókun

Ef leiga er afbókuð með minna en 14 daga fyrirvara áskilur Og Smáatriðin sér rétt til að halda eftir allt að 50% af leigugjaldi. Sé afbókun innan 48 klst. fyrir afhendingu er ekkert endurgreitt.

 

9. Samþykki

Með því að taka á móti leiguvörum frá Og Smáatriðin staðfestir leigutaki að hann/hún hafi lesið og samþykkt þessa skilmála í heild sinni.

bottom of page