top of page
Betka and Baldur Wedding 28.04.23187.jpg

Ég er svo ánægð að þið séuð hér!

Þið getið séð alla brúðkaups plönunar pakkana sem við bjóðum uppá hér.

Betka and Baldur Wedding 28.04.23158.jpg

Ef þið sjáið ekki pakka sem er akkúrat það sem ykkur vantar hjálp með ekki hika við að hafa samband og við getum útbúið sértilboð fyrir ykkur.

BRÚÐKAUPSSKIPULAG

S&H-435.jpg

Gerum daginn ykkar ógleymanlegann

DSC05211.jpg
Pakki I

BRÚÐKAUPSSKIPULAG

Eruð þið stressuð yfir öllum smáatriðum sem þarf að muna og finna ykkur í hringiðu af ákvörðunum? Þá er þessi pakki fyrir ykkur. Hér takið þið í hendina mína og ég leiði ykkur í gegnum allt ferlið frá byrjun til enda. Ég finn réttu söluaðilana, hjálpa ykkur að hanna draumadaginn, fylgi eftir öllum samskiptum og passa að ekkert falli á milli stafs og hurðar. Á deginum sjálfum sé ég um að allt gangi hnökralaust svo þið getið einbeitt ykkur að því sem skiptir máli: að njóta og vera heiðursgestir á þessum mikilvæga degi.

Það sem er innifalið

VERÐ YKKUR TIL TAKS ALLAN TÍMANN
ALLT AÐ 10 KLST AF FUNDUM

SKOÐA SAL og MÆLA
ÖLL SKIPULAGSSKJÖL SEM ÞIÐ ÞURFIÐ
SAMSKIPTI VIÐ ALLA SÖLUAÐILA
HANNA OG ÞRÓA STÍL BRÚÐKAUPSDAGSINS
SKREYTINGARÞJÓNUSTA

HÖNNUN OG VIÐBURÐAR BRÉFSEFNI
BRÚÐKAUPSSTJÓRNUN Á DEGINUM

TILTEKT OG SKILA ÖLLUM LEIGUVÖRUM

SummerSolstice (166).jpg
DSC05778.jpg
"Með því að fá aðstoð náðum við og öll okkar fjölskylda að njóta 100% í brúðkaupsvikunni og á brúðkaupsdeginum sjálfum"

Alína sá um að allt væri í top standi og því náðum við að njóta saman, slaka á, fara í spa og á deit daginn fyrir brúðkaupið og njóta hverrar sekúndu af deginum án þess að þurfa að spá í skreytingar, dagskrá, eða öllu því sem mögulga gæti farið úrskeiðis.

Alína fær okkar bestu meðmæli og erum við henni óendanlega þakklát fyrir að láta draum brúðkaupsdaginn okkar verða að veruleika.

GUÐRÚN OG SINDRI

IMG_9060.JPG
Maria and Unnar452.jpg
Pakki II

BRÚÐKAUPSLEYÐSÖGN

Viljið þið skipuleggja sjálf en vera viss um að gera það rétt? Þá er þessi pakki mitt á milli. Þið fáið öll tækin, skýrt plan og persónulega leiðsögn frá mér í gegnum ferlið. Ég er til staðar þegar spurningar vakna, hjálpa ykkur að forgangsraða og passa að ekkert gleymist. Þetta er leiðin til að njóta skipulagsins án þess að drukkna í streitu og óvissu.

Það sem er innifalið

+ UPPHAFSFUNDUR (90 MIN.)

+ BRÚÐKAUPS ROADMAP

+ ÖLL SKIPULAGSSKJÖL SEM ÞIÐ ÞURFIÐ

+ MÁNAÐARLEGUR STUÐNINGU (30 MIN. FUNDIR Á MÁN)

+ LOKAFUNDUR (90 MIN.)​

Pakki III

BRÚÐKAUPSSTÝRING

Hafið þið skipulagt daginn sjálf, en viljið vera viss um að framkvæmdin verði í öruggum höndum? Þá er þessi pakki fyrir ykkur. Ég kem inn síðasta mánuðinn, tek við öllum samskiptum, set saman tímalínuna og passa að allir viti hvað þeir eiga að gera. Á sjálfan daginn sé ég svo til þess að allt gangi snurðulaust svo þið, vinir og fjölskylda þurfið ekki að vera að slökkva elda, heldur náið að njóta hvers einasta augnabliks.

Það sem er innifalið

ALLT AÐ 4 KLST AF FUNDUM
ÖLL SKIPULAGSSKJÖL SEM ÞIÐ ÞURFIÐ
TEK VIÐ SAMSKIPTUM VIÐ ALLA SÖLUAÐILA
VEISLUSTJÓRNUN TIL KL 20:00

Hvaða pakki

HENTAR YKKUR

01.

Brúðkaupsskipulag

Þetta er stóri pakkinn – A til Ö þjónusta þar sem ég tek við öllu skipulaginu.

Ég finn og bóka réttu söluaðilana, hanna og skreyti, set saman ítarlega tímalínu, held utan um öll samskipti og sé til þess að allt smáatriði passi saman. Þið fáið algjöran hugarró, því ég stend við hliðina á ykkur í gegnum allt ferlið og stýri svo sjálfum deginum. Þetta er pakkinn fyrir ykkur sem viljið að allt sé í öruggum höndum og viljið sleppa stressinu alveg.

02.

Brúðkaupsleiðsögn

Þetta er millivegurinn – fullkominn fyrir ykkur sem viljið sjálf taka virkan þátt í skipulaginu, en þurfið faglega leiðsögn til að halda utan um allt. Við byrjum á fundi þar sem ég hjálpa ykkur að kortleggja draumadaginn, þið fáið öll verkfæri og skjöl frá mér, og ég fylgi ykkur eftir með reglulegum fundum og ráðgjöf út ferlið. Í lokin förum við saman yfir tímalínu dagsins og þá getið þið annaðhvort tekið við sjálf eða bætt við brúðkaupsstjórnun ef þið viljið fulla nærveru mína á deginum.

03.

Brúðkaupsstýring

Þetta er pakkinn sem tekur við þegar dagurinn nálgast. Ég kem inn mánuði fyrir brúðkaupið, tek við öllum samskiptum við söluaðila, fer yfir öll smáatriði og bind saman alla lausa enda. Á deginum sjálfum sé ég svo til þess að allt gangi upp samkvæmt tímalínu svo þið og fjölskyldan ykkar getið notið dagsins í ró og næði án áhyggja. Þetta er fullkomið hvort sem þið hafið unnið með fagmanni í gegnum allt ferlið eða skipulagt sjálf en viljið tryggja að framkvæmdin verði hnökralaus.

FUNDUÐ ÞIÐ EKKI PAKKA SEM HENTAR YKKUR?

Það er ekkert mál, skoðið brúðkaupsskreytingar pakkana eða hafið samband til að fá sértilboð.

bottom of page