top of page

BRÚÐKAUPSSTÍLISTI

Við bjóðum uppá meira en bara skreytingar heldur hönnum við upplifun dagsins frá byrjun til enda.

MichalinaOkreglickaBohoshoot231.JPG
G&H-426.jpg
Maria and Unnar181.jpg

Skreytingar eru það sem gerir minningu dagsins ógleymanlega, þær geta vafið utan um mann hlýju, tekið partýið á næsta level eða minnst gamalla siða.

Fyllum daginn ykkar af smáatriðum

auðbjörg&gísli2022_sunday&whitestudio-263.jpg

ÞJÓNUSTAN
OKKAR

Það eru til ótal margar skreytingarþjónustur á markaðinum í dag en hvað lætur okkar þjónustu standa upp úr? Við viljum skapa og huga að upplifun ykkar og gestanna jafnt sem skreytingunum, passa að staðlarnir séu á næsta plani og að skreytingarnar endurspegli ykkur sem par. Við gerum það með því að stýra og vera með yfirsýn yfir öllum söluaðilunum sem koma að skreytingunum á einhvern hátt. Við pössum að það sem var rætt standist daginn og hjálpum ykkur að velja söluaðila sem eru bestir í því sem þeir gera en passa líka best við daginn ykkar. Þið fáið frá okkur hönnunarskjal sem er byggt á ykkar persónuleika og stíl, samhliða því fáið þið kostnaðaráætlun og valkosti sem snúa að þeim lið. Eftir að hönnunin er samþykkt af ykkur þurfið þið ekki að hafa áhyggjur af neinu því að við sjáum um rest. Við bókum allt, sjáum um samskiptin, sækjum leiguvörur, setjum upp og skilum, svo að þið getið notið ykkar í aðdraganda dagsins og fengið dag sem endurspeglar ykkur um ókomna tíð.

"Ég er ekki í neinum vafa um að þetta hafi gert mína upplifun margfalt betri og sparað mér mikið stress"

Mesti léttirinn í öllu brúðkaupsferliu var að taka ákvörðun og ráða hana til leiks. Við tvinnuðum saman skreytingaþjónustu og veislustjórn sem var hinn fullkomni pakki fyrir okkur. Við funduðum saman og við komum með okkar hugmyndir sem hún tók og sauð saman, kryddaði vel og hannaði þessa gullfallegu og skemmtilegu lokaútkomu.

ANNA OG MAGNÚS

FULLT TUNGL

Geggjaður pakki fyrir brúðhjónin sem vantar meira en bara skreytingarþjónustu og finnst smáatriðin skipta máli. Hér fáið þið ráðgjöf, stíliseringar, hugmyndir um hvernig hægt er að gera skreytingarnar meira persónulegar og aðstoð við að koma sýn ykkar á blað. Við skulum láta drauma brúðkaupið ykkar verða að veruleika!

Það sem er innifalið

Hönnunarfundur og skoðum sal

Hanna og þróa stíl brúðkaupsdagsins

InnkaupalistI af skrauti/leiguvörum

Umsjón og tiltekt

Skreytingarþjónusta á deginum

Hvað gerist næst

FERLIÐMITT

01.

KAFFI HITTINGUR

Ókeypis ráðgjöf fyrir ykkur til að fá tilfinningu fyrir því hvernig það verður að vinna saman. Við munum spjalla um drauma ykkar og framtíðarsýn og hvernig við getum látið þetta allt ganga upp.

02.

SEGÐU JÁ

Jess! Við munum ganga frá innborgun ykkar og skrifa undir samninginn til að tryggja bókunina og taka daginn ykkar frá. Þið fyllið svo út spurningalista sem mun hjálpa mér að skipuleggja næstu skref.

03.

HÖNNUNARSKJAL

Eftir að ég er að komin með allar upplýsingarnar frá ykkur set ég saman hönnunarskjal sem er samantekt hugmyndarinnar og kynni hana fyrir ykkur.  Við vinnum að hugmyndinni saman þar til þið eruð ánægð og þá set ég saman innkaupaskjal.

04.

STÓRI DAGURINN

Ef þið bókuðuð mig á deginum sjálfum þá mun ég sækja allar leiguvörur deginum áður, kem með allt og set up. Mæti svo á deginum ykkar til að passa að allt sé fullkomið og sæki svo allt eftir gamanið og skila því á rétta staði.

ENN ÓÁKVEÐIN?

Það er ekkert mál, ég býð líka uppá staka fundi og allskonar minni aðstoð.
bottom of page