top of page

Jóhanna & Sindri

Þessi brúðhjón voru töff í alla staði og alls ekkert væmin en vildu samt fallegt og elegant brúðkaup, svo það er það sem við gerðum. Brúðurinn gerði sig til með freiðivín og bjór í hendi, kjóllinn var stór og flottur, alveg eins og dagurinn. Við stilltum um fallegum detail myndum og fór svo í það að fara með kramahús í kirkjuna í Hafnarfirði þar sem athöfnin fór fram, nokkrir komu seint en það var í lagi því athöfnin okkar hefst alltaf 10 min seinna en uppgefin tími til að tryggja að allir séu komnir þegar brúðurinn labbar inn. Það var grátið og hlegið og svo var heljarinnar partý í Sjónarhól salnum. Á hringborðunum voru fallegir marmara platta, strá og fullt af kertum. Það hafði engin séð neitt þessu lýkt en það var glæsilegt og ó svo skemmtilegt með Rikka G sem veislustjóra. Ég passaði uppá það að brúðurinn væri með drykk við hönd og alltaf að hafa gaman.






TEYMIÐ

Ljósmyndari: Gunnar Bjarki Weddings

Kjóll: Loforð

Blóm: Luna Studio

Bréfsefni: Andartakið

Skreytingar og leiguvörur: Og Smáatriðin

Veislustjór: Rikki G

Salur: Sjónarhóll

Kaka: Sandholt

Matur: Lux veitingar




Kommentare


bottom of page