top of page

Svava og Hákon




Það er svo ótal margt sem ég get sagt um þetta fallega brúðkaup og stórkostlegu brúðhjón. Þetta var fyrsta brúðkaup árins 2023 og var veislan haldin í veislusalnum Félagsgarður í Hvalfirði og athöfninn átti sér stað í Dómskirkjunni. Brúðurinn gerði sig til í Hótel Borg sem er ekkert smá fallegur staður til að taka myndir og hafa gaman með vinkonum. Ég koma til hennar snemma morguns til að taka kjólin sem hún ætlaði að vera í um kvöldið og koma með smáatriði til að taka fallegar detail myndir af kortunum. Síðan hjálpaði ég ljósmyndaranum að raða öllum littlu hlutunum eins og blómunum, skónum og kortunum fallega til að eiga myndir af þeim til minnis. Ég þurfti að kalla til aðstoðar þegar glas brotnaði og hjalpaði einnig móður brúðarinnar að gera sig til. Við tókum first look með vinkonunum þar sem Svava koma fram úr einu herbergi í annað og fékk hún heljarinnar hróp og ást frá öllum vinkonunum. Síðan fór ég að gera kirkjuna til, fór þangað með skilti ásamt veifunum. Brúðurinn labbaði svo yfir að kirkjunni er hún var tilbúin enda stutt að fara. Ég var viss um að allt var ready og gerðin kjólin fallegan áður en ég hélt afstað í átt að salnum. Þau fóru síðan í safnarhúsið að taka myndir ásamt garðinum við ráðhúsið.


Hér að neðan getur þú séð smá pælingar varðandi hönnunina en brúðhjónin vissu alveg hvað þau vildu. Veislun átti að vera soldið rómantísk, glæsileg og minimalisk. Við völdum orcideur og rósir sem aðal blómin og litirnir voru kremaðir og ljós bleikir. Planið var að setja fallegt efni í loftið ásamt seríum og öll skiltin voru svona matt plexigler.


Þegar gestir löbbuðu að salnum tók á móti þeim fallegt veislutjald þar sem hægt var að fá sér fordrykk og nart. Tjaldið var skreitt með fallegum pappa kúlum í loftinu, borð með bleikum dúkum og selfie spegil umvafinn blöðrum. Það iðaði af lífi og góðri tónlist. Gestum var boðið uppá freiðivín og nart meðan það beið eftir brúðhjónunum. Þegar brúðhjónin voru að rúlla upp að salnum var dreift form til gesta full af þurrkuðum blöðum til að kasta yfir brúðhjónin er þau komu. Ég setti einnig upp lítinn kampavínsturn fyrir þau til að hella yfir og þannig hefja veisluna með gestum sínum.


Salurinn verður skreyttur fallegum seríum og efni í lofti til að gera hann draumakendann með yndislegum blómum og kertum dreift yfir tignarlegu langborðin. Stólarnir voru leigðir frá mér ásamt, dúkum, renningum og sérvettum. Matseðlarnir bjuggu til falleg form og skugga paraðir saman við tausérvétturnar sem voru í léttum kremuðum tón. Einnig hannaði ég og bjó til banner sem var bakvið brúðhjónin með texta úr uppáhalds laginu þeirra og lagið sem var undir fyrsta dansinum þeirra sem hjón. Þetta þjónaði líka þeim tilgangi að fela innstungu sem var á slæmum stað einmitt á miðjum veggnum. Stór rúnuð plexigler skilti voru á gólfinu sem borðnúmer og voru barseðlarnir í stíl. Þau voru með flottan hvítann blómavegg með led skilti sem photobooth bagrunn sem paraðist vel við stílin á veislunni og svo var hrist kokteila um kvöldið. Guðdómlegur dagur sem sparaði engin smáatriði, einmitt eins og það á að vera.




Stílist, skreytingar og skilti : Og Smáatriðin

Salur: Félagsgarður

Ljósmyndarar: Dagbjört Kristín

Blóm: Luna Studio 

Tónlist í Athöfn: Stefán Hilmarsson

Tónlist í fordrykk: Tríóið Fjarkar

Tónlist í veislu: Gunnar Óli í Skímó og Frikki dór

Veislustjóri : Hera Björk

Kirkja: Ingunn Kara

Hár: Katrín frá Sprey

Blómaveggur : Heiða Hannsdóttir

Photobooth: Instamyndir

Blöðrur: Allora Bambino

Comments


bottom of page