Dagný + Davíð
- Alina Vilhjálmsdóttir
- Jul 3, 2024
- 2 min read

Þessi yndislegi dagur byrjaði hjá brúðinni þar sem ég setti fallegu boðskortin á teppi sem ég kem alltaf með sem bakgrunn og raðaði kortunum fallega. Brúðurinn var í förðun og alsæl með góða veðrið. Er við vorum búin að raða öllum smáatriðunum fallega fyrir Birtu til að taka myndir af komu blómin og ég þurfti að bruna afstað í salinn þar sem keyrslan var þó nokkuð. Þegar þar var komið setti ég upp skilti við vegin með hjálp nokkra túrista og kláraði að setja efni á altarið sem Kalastaðarkot hafði smíðað. Ég hengdi svo upp blóm í anndyrið, setti upp sætaskipan og fleirra. Brúðhjónin vildu að finna fyrir áhyggjuleysi, tímaleysi og gleði á deginum sínum og endurspegluðu skreytingarnar það líka. Brúðhjónin elska að taka göngur saman og fengu þau gestina til að skrifa nokkur ráð á kort sem minntu helst á póstkort, um hvert þau ættu að fara næst. Heytirðin voru skrifuð á upprúllaðan pappír með borða og kortin voru svo sannarlega tímalaus. Dagný elskar bleikan og var sá litur mikið nýttur en á fallegan máta. Athöfnin átti sér stað úti fyrir framan salinn með live undirspil og kastað var þurrkuðum blómum at athöfn lokinni.
Myndatakan var tekinn á svæðinu í kringum salinn og í fallegum gömlum bíl. Þegar gestir komu að salnum tók við þeim veislutjald með forréttum og fordrykk en stuttu seinna fóru gestir inn í sal þar sem það var orðið soldið kalt. Sætaskipanið var teiknað á efni og salurinn var fullur af rómantískum kertum, bleikum sérvéttum og matseðlum á handgerðum pappír. Það var sko ekki sparað smáatriðin í þessu brúðkaupi. Við vorum líka með viskí bar og fullt af sveita skreytingum hér og þar eins og viðar hjól og kakan var sett á svona vír hring. Blómin voru einstaklega falleg og öðruvísi og mikið var nokað nellikkur sem var í uppáhaldi hjá brúðhjónunum. Við pössuðum að gera daginn persónulegan því það er það sem raunverulega skiptir máli og margir gestur sáu alveg hvaðan innblásturinn koma sem er svo besta hrós sem maður getur fengið.
Ljósmyndari: B.dóttir
Blóm: Luna Studio
Skreytingar og skilti: Og Smáatriðin
Leiga: Skreytingarþjónustan, RentAparty & Og Smáatriðin
Kjóll: Loforð
Salur: Kalastaðarkot
Þjónar: Veisluþjónar
Prestur: Arna Grétarsdóttir
Tónlist í athöfn: Ragnheiður Gröndal
Matur: Nomy Veisluþjónusta
DJ: Jón Grétar
Kaka: Sandholt












































































































































Comments