![](https://static.wixstatic.com/media/ae9a5c_739f6fc34c1549bb872ab175969e3bf9~mv2.jpg/v1/fill/w_980,h_653,al_c,q_85,usm_0.66_1.00_0.01,enc_auto/ae9a5c_739f6fc34c1549bb872ab175969e3bf9~mv2.jpg)
Þetta æðislega brúðkaup var fullt af smáatriðum og yndislegum blómailm. Ég held að Ægisgarður hafi aldrei litið svo vel út. Við fórum all inn í liti á þessum sólríka sumardegi með litapalettu sem innihélt gula, bleikan, appelsínugulan og fjólubláan. Það voru borðar í loftinu og blóm, tjald fyrir utan með kampavínsturn, ætum blómum og fallegri klassískri tónlist er fólk gekk í garð. Borðin voru heldur betur skreytt með blómum og fjólubláum sérvéttum ásamt dass af ávöxtum sem ég elska. Ógleymanlegur dagur í alla staði.
Ef þú ert að spá í því hvernig við gerðum þetta geggjaða sætaskipan þá er þetta skilrúm frá Rúmfó sem ég spreyjaði í þessum lit og lét svo prenta á foam spjöld í svipuðum lit sætaskipanið og límdi það yfir. Það er til leigu hjá mér og ég get spreyjað það í öðrum lit.
![](https://static.wixstatic.com/media/ae9a5c_c51063361e5d4fd8abf910f6a59ffdcf~mv2.png/v1/fill/w_980,h_980,al_c,q_90,usm_0.66_1.00_0.01,enc_auto/ae9a5c_c51063361e5d4fd8abf910f6a59ffdcf~mv2.png)
Salur: Ægisgarður
Ljósmyndari : Sunday and White
Blómaskreytingar : 4Árstíðir
Hljómsveit: Lýra StringQuartette
Bréfsefni og skilti: Andartakið
Blöðrur: Blaðrarinn
Skreytingar og stílisering: Og Smáatriðin
Comments