
Pakki I
VEISLA Í HEIMAHÚSI
Hvort sem þú ert að plana afmæli, skírnarveislu, matarboð eða babyshower þá erum við til í að koma og hjálpa þér að gera daginn fullan af smáatriðum. Ef að veislan er að fara að vera í heimahúsi þá er þessi pakki fullkominn fyrir viðburðinn þinn.
Það sem er innifalið
3 TÍMA HÖNNUNARFUNDUR
HÖNNUNARSKJAL
KOSTNAÐAR ÁÆTLUN
BÓKUN, LEIGA OG KAUP Á SKREYTINGUM
4 TÍMA UPPSETNING Í HEIMAHÚSI
.jpg)

140.000 KR
UPPHAFSVERÐ
Afmæli og veislur
Er stór afmæli, barna afmæli eða bara veisla í kortunum? Ég hjálpa þér að gera veisluna að alvöru upplifun hvort sem það er með litasamræmi, bakgrunni, borðskreytingum, skilti eða einhverju sérstöku sem gerir daginn eftirminnilegan. Þú kemur með tilefnið ég sé um að láta það líta vel út.
Skírnar eða nafnaveisla
Það er mikil vinna að skipuleggja skírn eða nafnaveislu með lítið kríli í fanginu. Leifðu okkur að hjálpa þér að gera daginn eftirminnilegan og persónulegan svo að þú getið notið með fjölskyldu og vinum.
Baby shower
Ef þú ert að skipuleggja babyshower fyrir vinkonu sem er með gott auga fyrir smáatriðunum og vilt vera viss um að þetta sé einstakt en ekki enn önnur basic bleik eða blá veisla, þá ættir þú að bóka okkur.
Annað
Við erum líka til í að skreyta fyrir minni veislur eins og matarboð, gæsanir, lítið brúðkaup eða bara halloween teiti. Það er alltaf gaman að vera gestgjafinn sem fer alla leið og vera kallaður "hostes with the mostes", er það ekki?


Pakki II
VEISLA Í SAL
Allt frá skírnaveislu, stórafmæli, partý, eða fermingu þar sem gestalistinn er langur og þið þurfi að leigja sal, þá er þetta pakkinn. Það tekur aðeins meiri tíma að skreyta fleiri borð og sjá til þess að allt sé 100 prósent.
Það sem er innifalið
3 TÍMA HÖNNUNARFUNDUR
HÖNNUNARSKJAL
KOSTNAÐAR ÁÆTLUN
BÓKUN, LEIGA OG KAUP Á SKREYTINGUM
6 TÍMA UPPSETNING Í SAL
UPPHAFSVERÐ
180.000 KR
Hvað hefur áhrif
Á LOKA VERÐ
01.
UMFANG
Ef umfang er meira en það sem nemur 4 tímum af uppsetningu eða þið þurfið fleiri fundi þá munum við rukka auka klukkutíma gjald fyrir hvern klukkutíma sem fer umfram lágmarkstímann.
02.
BLÓM & ANNAÐ
Ef þið viljið bóka einfaldar blómaskreytingar með skreytingar pakkanum ykkar þá höfum við aðgang að fallegum blómum í heildsölu en það tekur auka tíma og mun það vera rukkað per klukkutíma sem það tekur eftir umfangi skreytinga.
03.
AUKA ÞJÓNUSTA
Ef þið viljið bóka tiltekt eða aðra þjónustu sem kemur ekki fram í pakkanum ykkar kostar það aukalega og við munum bara ræða það saman.
04.
FJÖLDI GESTA
Ef þið eruð með mjög stórt hús, marga gesti og marga staði þá getur það haft áhrif á verðið.