Pakki I
GEIMSTEINNINN
Þessi þjónusta inniheldur allt sem kemur að því að skipuleggja geggjað brúðkaup. Hún felur í sér að finna til og ráða alla söluaðila sem ykkur vantar, þróa litapalettu og hönnun moodboards, samræma fundi og tímalínur, aðstoða ykkar í öllu sem ykkur vantar aðstoð með og tryggja að persónuleiki ykkar skíni í gegn á stóra deginum ykkar frá upphafi til enda. Ég mun vera skapandi og skipulagður leiðarvísir fyrir stóra daginn ykkar sem verður stútfullur af persónuleika og smáatriðum. Einnig mæti ég á daginn ykkar og sé til þess að hann gangi smurt fyrir sig og að allt sem við höfum planað verði að veruleika svo þið getið notið í botn.
Það sem er innifalið
VERÐ YKKUR TIL TAKS ALLAN TÍMANN
ALLT AÐ 10 KLST AF FUNDUM
SKOÐA SAL
ÖLL SKIPULAGSSKJÖL SEM ÞIÐ ÞURFIÐ
SAMSKIPTI VIÐ ALLA SÖLUAÐILA
HANNA OG ÞRÓA STÍL BRÚÐKAUPSDAGSINS
SKREYTINGARÞJÓNUSTA
BRÚÐKAUPSSTJÓRNUN Á DEGINUM
TILTEKT OG SKILA ÖLLUM LEIGUVÖRUM
Pakki II
GERSEMAR
Þessi þjónusta felur í sér allt sem tengist skipulaginu, ég mun finna til, ráðleggja og ráða alla söluaðila ykkur vantar, samræma fundi og tímalínur, aðstoða ykkar og tryggja að þið náið að njóta skipulagsins stress laust.
Einnig kem ég á daginn ykkar og verð viðbragðsaðili sem slekkur elda, svarar spurningum og sé til þess að þið séuð að njóta ykkar, drekka vatn og fleirra.
Það sem er innifalið
VERÐ YKKUR TIL TAKS ALLAN TÍMANN
ALLT AÐ 10 KLST AF FUNDUM
SKOÐUN Á SAL
ÖLL SKIPULAGSSKJÖL SEM ÞIÐ ÞURFIÐ
SAMSKIPTI OG BÓKUN ALLRA SÖLUAÐILA
BRÚÐKAUPSSTJÓRNUN Á DEGINUM
Pakki III
GLINGUR
Hvort sem þið eruð byrjuð að plana stóra daginn ykkar eða ekki þá mun þessi pakki vera fullkomin ef það eru 6 til 9 mánuðir í daginn ykkar. Fullkomið fyrir lítil brúðkaup eða ef þið eruð bara að gefast upp og viljið hjálp.
Það sem er innifalið
VERÐ ÞÉR TIL TAKS ÚT 6 - 9 MÁNAÐI
ALLT AÐ 8 KLST AF FUNDUM
TÍMALÍNA Á TRELLO
ÖLL SKIPULAGSSKJÖL SEM ÞÚ ÞARFT
SAMSKIPTI OG BÓKUN ALLRA SÖLUAÐILA
Pakki IIII
GULL
Fyrir parið sem elskar að plana sitt eigið brúðkaup en vill hafa reyndann aðila sér við hlið og vera viss um að ekkert mikilvægt gleymist.
Ég er hér til að gefa ykkur ráð og hjálpa ykkur að finna drauma söluaðilana ykkar.
Það sem er innifalið
ALLT AÐ 6 KLST AF FUNDUM
ÖLL SKIPULAGSSKJÖL SEM ÞÚ ÞARFT
TÍMALÍNA OG RÁÐLEGGINGAR
MEÐMÆLI SÖLUAÐILA OG SKREYTINGA
Hvað gerist næst
FERLIÐ MITT
01.
KAFFI HITTINGUR
Ókeypis ráðgjöf fyrir ykkur til að fá tilfinningu fyrir því hvernig það verður að vinna saman. Við munum spjalla um drauma ykkar og framtíðarsýn og hvernig við getum látið þetta allt ganga upp.
02.
SEGÐU JÁ
Jess! Við munum ganga frá innborgun ykkar og skrifa undir samninginn til að tryggja bókunina og taka daginn ykkar frá. Þið fyllið svo út spurningalista sem mun hjálpa mér að skipuleggja næstu skref.
03.
PLÖNUM ALLT
Það fer eftir því hvaða pakka þið ákveðið að taka en næstu skref gætu verið að finna allt sem þið þurfið, láta ykkur fá öll skipulagsskjöl sem þið þurfið, skoða salinn og hanna lúkk brúðkaupsdagsins.
04.
STÓRI DAGURINN
Eftir því hvort þið bókuðuð mig á deginum eða ekki sé ég alltaf til þess að allir söluaðilarnir viti hvert og hvenær þeir eigi að mæta og kem svo sjálf ef þið þess óskið til að vera viss um að tímalínan haldi sér og slökkva alla elda.