top of page

Uppáhalds salirnir mínir í Reykjavík með veitingum

Ég er fer alls ekki leynt með það að ég elska salir þar sem allt er innifalið, einfalda ástæðan fyrir því er vegna þess að þeir salir minka stress því það er allt innifalið hjá þeim. Þeir eru einnig með mikla reynslu, reynt starfsfólk á vakt og oft hærri standarda. Ég veit að þeir salir eru ekki alltaf þeir ódýrustu og salir þar sem ekkert er innifalið veita manni kanski meira frelsi og valkosti, en ef að þú ert team minna stress þá eru þessir salir fyrir þig.


Þetta er ekki sponsað og ég hef ekki unnið með öllum þessum sölum en ég fíla lúkkið og finnst þeir vera með falleg húsgögn og mat sem ég tel gera mikið fyrir sal og sparar manni oft á skreytingum. Þeir eru klárlega á óskalista til að vinna með hjá mér og ef þeir eru það líka hjá þér, vertur þá í bandi.



01. Eiríksdóttir Gróska

Eiríksdóttir er glæsilegur veislusalur fyrir allt að 200 gesti í sæti og mun fleiri í standandi veislur. Það eru falleg húsgögn þarna svo það þarf ekki að skreyta hann mikið, hringborð sem gerir salinn glæsilegan og góður matur. Staðsetninginn er líka góð með nóg af stæðum og falleg svæði fyrir utan sem hægt er að taka myndir. Mæli með að skoða þennan geimstein.


Þú getur skoðað salinn hér: https://eiriksdottir.is/


03. Hótel Borg

Hótel Borg er með glæsilegan veislusal sem ég hef ekki fengið þann heiður að skreyta eða halda veislu í en ég hef séð fallegar myndir úr honum og varð dolfallinn. Salurinn er með sér inngangi, góðu fatahengi og anddyri. Inn af anddyrinu er bar og móttaka sem nýtist fyrir gesti. Stílinn er svona old school Art deco sem ég elska því það voru svo glæsilegir tímar, það sem lúxus var í fyrirrúmi, gull og smáaðtiðin sett í allt. Það er góð dagsbirta er í salnum og hægt er að opna út í bakgarðinn og salurinn tekur um 100 manns í sæti við hringborð í veisluupstillingu. Hægt er að skipta salnum upp í tvo hluta fyrir minni veislur og fundi.


Þú getur skoðað salinn hér: http://www.salir.is/index.php/is/group/90


04. Perlan

Ótrúlega flottur og epískur staður, útsýnið er auðvitað geggjað og þó að verðið er örugglega hærra en annarstaðar þá er þetta svo klassí staður að þú sparar þér líklega skreytingunu, því þú þarft svo lítið af því. Það sem gerir sali flotta er líka húsgögnin og Perlan er klárlega með það, þeir eru með flott marmara borð, flotta stóla og fullt af fallegum áferðum. Það sem maður græðir líka á að vera í svona sal er fullt af starfsfólki sem er með mikla reynslu og háa staðla. Sjáðu líka bara myndirnar sem þið gætuð tekið undir stóru diskó kúlunni þeirra!


P.S hún Elísabet Gunnars gifti sig þar og það var svo elegant og klassískt, þið getið séð myndir og fengið ráð frá henni hér: http://trendnet.is/elisabetgunnars/brudkaup-undirbuningur-fra-til-o/


Þú getur skoðað salinn hér: https://www.perlan.is/veitingar


05. Héðin

Salirnir hjá Héðin eru tveir, Steðji og Hamar, og tekur hvor 40 manns í sæti. Einnig er hægt að sameina þá og gefa algjört næði í fallegu umhverfi. Háir gluggarnir gefa rýminu náttúrulega birtu og fágaða stemningu sem þarf lítið til að gera enn glæsilegri. Þetta er ekki stór salur en hann gæti verið frábær í lítil brúðkaup með þínum nánustu ef þú vilt setja mikin metnað í góðan mat og geggjaða upplifun. Því það er svo ótrúlega flott birta þar og húsgögnin vönduð og fáguð. Ég hef séð búðkaup þar með fallega skreytt langborð og hvítum blómum, þú getur alltaf gert meira með minni gestalista.



06. Kjarvalsstaðir

Fallegur salur með stórum vegg sem er fullur af gluggum sem horfir út á Klambratúnið, geggjaður salur fyrir sumarbrúðkaup þar sem gestir geta þá notið þess að fara út. Hann tekur 300 standandi gesti og 150 sitjandi gesti. Þeir bjóða uppá veisluþjónustu og maður þarf að koma með allt sjálfur, en ég tel þó að maður þurfi ekki mikið til að gera þennan sal flottann. Ég sé að þeir eru oft með hringborð en ég persónulega held að þessi salur væri mun fallegri með svona matarboðar style og mjög löngu langborði beint fyrir miðju.


Þú getur skoðað salinn hér: http://www.salir.is/index.php/is/skoda/952

07. Iðnó

Ég er alls ekki hlutlaus hér en þetta er salurinn sem ég og maðurinn minn giftum okkur í og eftir breytingar er hann orðin í flesta staði flottari. Staðsetninginn er auðvitað klikkuð en hver vill ekki taka myndir við tjörnina að sólsetri og gefa öndunum? Það er líka geggjaður pallur fyrir úti partý og veggirnir svo flottir að lítið þarf að skreyta. Hann er klárlega fullur af smáatriðum en það sem böggar mig mest eru nýju stólarnir en það er ekkert mál að leigja þá annarstaðar frá. Hann er ekki sá stærsti en það komast aðeins 110 manns í sæti en þeir eru svo með lítinn sal á efri hæðinni sem er geggjaður undir athöfnina eða kokteila partý.


Þú getur skoðað salinn hér: http://www.salir.is/index.php/is/group/112


07. Höfuðstöðin

Höfuðstöðin er einstaklega spennandi lista- og menningarhús staðsett í Elliðaárdal við Ártúnsbrekku. Geggjaður salur fyrir par sem vilja gera eitthvað öðruvísi. Það komast 100 manns í sitjandi borðhald en 130 manns í standandi veislur. Þeir eru með bar og lúkkið er mjög artsý og modern. Klósettinn eru líka flott og ég held að þessi salur myndi nýtast best eins og hann er með minimal skreytingar því að það er aðeins hægt að fá salinn eftir að veitingastaðurinn hefur lokað um klukkan 17 á daginn, svo það er ekki mikill tími til að skreyta. En það er hægt að stilla upp salnum á marga vegu hvort sem er fyrir sitjandi borðhald eða fyrir standandi veislur. Það þarf að leigja borð ef fjöldi fer yfir 50-60 manns í sæti. Hægt er að ganga út á flotta verönd sem vísar til suðurs og njóta náttúrunnar og útsýnis yfir Elliðaárdalinn, sem væri örugglega geggjað fyrir athafnir. Mögulegt er að leigja salinn með eða án veitinga. Ef stór hringborð óskast þarf að leigja þau sérstaklega.


Þú getur skoðað salinn hér: http://www.salir.is/index.php/is/skoda/1578


Vonandi nýtist þetta þér í salaleitinni þinni.


 

Ef ykkur vantar fleiri ráð og skjöl fyrir skipulagið erum við með vefverslun þar sem við erum að deila með ykkur öllum skipulagsleyndarmálum og skjölum sem við höfum fullkomnað í gegnum árin. "Ég vildi að allir myndu nota þessi skjöl" er einhvað sem við heyrum oft frá söluaðilum. Skoðaðu það HÉR


Comments


bottom of page