top of page

Salir sem eru fullkomnir í sveita brúðkaup

Sveita brúðkaup eru ávalt klassík, sérstaklega á Íslandi. Þar sem andi íslands er soldið sveitó og margir tengja við það lúkk og þema. Það er gaman að hafa rustic smáatriði, fallega lýsingu og kósí liti. Það sem mun hjálpa þér að láta sveita brúðkaup drauma þinna verða að veruleika er að velja sal sem er nú þegar sveitlegur og þarf því ekki að skreyta mikið til að gera sveitó, einnig er geggjað af hann er á góðum sveita stað með fallega náttúru í kringum sig. Þar gæti fólk jafnvel tekið sveita stemninguna alla leið og tjaldað á staðnum og jafnvel endað kvöldið á lopapeysum og gítarspil við eldinn. Ég er er alveg team sveita brúðkaup ef það kallar til ykkar, ég hef gert nokkrar útgáfu af slíku brúðkaupi en alls ekki verið í öllum þessum sölum. Þeir eru þó á óska listanum mínum og vonandi hjálpar þessi listi þér að velja sal drauma þinna.


Veislusalurinn Kalastaðakot


Rustic wedding high table for bride, groom and family with fabric and lights in the background

Fallegur salur staðsettur í Hvalfirði með flottu útsýni yfir hafið og fallega Íslenska landslagið. Salurinn er rúmgóður og falleg sería fylgir með salnum. Sviðið er stórt og með skjávarpa og hljóðkerfi innifalið. Veggirnir eru fallega dökk grænir og gefa frá sér hlíjan blæ. Hægt er að raða salnum á margvíslegan hátt og það skemmtilega er að þau eiga allskonar sveita augahluti til að nota eins og altari fyrir athöfn, mjólkurtunnur og fleirra.


Salurinn rúmar um 200 manns og þú færð salinn frá miðvikudegi til sunnudags og getur komið með þína eigin þjóna, áfengi og mat. Þeir eru með mjög fallegan bar og kæla til að geyma þitt eigið fengi ásamt klakavél og allan borðbúnað. Það skemmtilega er að það er hægt að leigja hús frá þeim til að gista í á brúðkaupsnóttini og gestir geta tjaldað á tjaldsvæðinu sem er með innstungur. Allt sem sveitabrúðkaup þarf að hafa.


Getið skoðað salinn hér: https://www.facebook.com/kalastadakot.veislur


Ljósmyndari : B.dóttir photography


Efra nes

Þetta er flottur salur staðsettur í Borgarfirði, í honnum er að finna fallegar áferðir eins og við, bárujárn og gamla steipta veggi, einnig eru þeir með kósí betri stofu, og úrval af gistingum sem hægt er að bóka í gegnum þá. Einnig eru nokkrar kirkjur í nágrenninu sem hægt er að velja um. Þetta er salur sem þarf lítið að skreyta og þeir eru með 3 sali sem hægt er að leigja

Hlaðan - allt að 150 manns

Fjósið - allt að 130 manns

Explorers room - 10 manns


Við Fjósið má finna dýrindis úti aðstöðu þar sem bekkir eru klæddir gærum og hlýjum teppum, einnig er hægt að kveikja eld í eldstæðum. Þeir eru með allt til taks eins og skjávarpa, borðbúnað og þjóna ásamt vintage brúðarbíll, gamall uppgerður traktor og hestvagn sem hægt er að bóka aukalega fyrir veisluna. Sem er klikkað, hef ekki séð aðra bjóða uppá slíkt. Það sem ég fíla við þennan sal eru viðar borðin sem þurfa ekki dúka ásamt bekkjunum (þeir eru ekki með ljótu stólana sem flestir eru með) sem gefur þetta flotta rustic lúkk sem margir leitast eftir.


Hægt að bóka salinn hér :https://efranes.is/

Kaffi Rauðka

Þessi perla er staðsett á Siglufirði og er fullkomin í glæsilega sveita stemmningu. Það eru viðar þyljur upp hálfan vegginn og fallegur hvítur veggur sem tekur við. Þeir eru með falleg viðar borð og stóla sem setja svo flottan rustic stíl yfir allan salinn. Það er sería í lofinu og pláss fyrir flott svið og danssvæði. Einnig fannst mér húsgögnin mjög flott fyrir gestabók og köku sem ég gat nýtt en það sem stóð uppúr var frábæra þjónustan sem þau veittu og faglega nálgunin. Þeir voru mega til í allt og voru með alveg jafn háa standarda og ég.


Salurinn er í eigu veitingastaðs svo að allur maturinn, áfengið og þjónarnir koma frá þeim, salurinn rúmir um 100 manns. Þeir eru líka með geggjað útsýni yfir bryggjuna ásamt efri hæð þar sem hægt er að vera með setusvæði eða nótarleg móment bara fyrir ykkur 2 áður en veislan hefst. Það er svo flott hótel og kirkja í bænum sem hægt er að bóka og stutt að fara á milli staða.


Hægt að bóka salinn hér : https://raudka.is/hafa-samband/


Ljósmyndari : Styrmir og Heiðdís


Borealis hlaðan

Þessi salur er held ég með allt sem að sveitabrúðkaup þarf að hafa en er líka fullkomin fyrir þá sem vilja halda stóra veislu þar sem salurinn rýmir 200 manns í sitjandi veislu og 300 í standandi. Einnig er geggjað að hann er bara 55min frá Reykjavik þannig að fólk þarf ekki að fara langt. Þeir eru með fullbúið eldhús, hljóðkerfi, skjávarpa og það er hægt að leigja hann með eða án veitinga! Það er geggjað.


Þeir eru með 2 rími, eitt sem er fjós og annað sem er hlaðan, eru með fullt af fallegum munum til að nota í skreytingar. Ég hef ekki verið þarna sjálf en mér sýnist vera miklir möguleikar í þessum sal og hægt að raða honum upp á fjölbreyttan hátt, hvort sem það eru nokkur minni borð eða langborð yfir allan salinn. Það er hátt til lofts og veggirnir berir þar sem sést í steipu og smáatriðin eins og hurðinn gefur þessum sal þetta extra rustic touch. Mæli með að skoða þenna flotta sal.


Hægt að bóka salinn hér: https://borealishotel.is/the-barn-2/


Eyvindatunga

Drauma salur við Laugarvatn með fallegum spítum í loftinu og hráum veggjum ásamt gluggum sem hleypa birtunni inn. Þessi salur er flottur í langborða uppsetningunni, það er sería og efni í loftinnu ásamt flottum kúlum og hann er ekkert smá partýlegur á kvöldin. Þeir eru einnig með flotta stóla fyrir háborðið, píanó og fullt af flottum smáatriðum. Mér finnst standa uppúr hvað þeir eru með falleg húsgögn sem þarf ekki að fela, stólarnir eru ekki slæmir og það er rími fyrir athöfn á svæðinu líka.


Salurinn getur haldið 125 manns og þeir bjóða líka uppá allskins gisti möguleika á bænum, hægt er að gista í sumarbústaðnum, íbúðarhúsinu eða á einkatjaldsvæði með rafmagni. Eftir að hafa talað við hana sem rak þennan sal þá fannst mér svo flott hvað þau hlúa vel að brúðhjónum og þjónustan er sérstaklega miðuð á það sem þau sjá að virkar vel og mun vera betra fyrir brúðhjónin eins og að leigja salinn frá föstudegi til sunnudags, og vera með góða starfsmenn sem vita hvað þau eru að gera og þekkja salinn. Hægt er að koma með sína eigin veitingaþjónustu eða bóka matinn hjá þeim, borðbúnaður er innifalinn ásamt dúkum sem er mega næs. Mæli mikið með þessum sal fyrir þá sem vilja vera viss um að allt sé tip top og þið getið notið ykkar á deginum.


Hægt að skoða salinn hér: https://www.salir.is/index.php/is/skoda/1583





Comments


bottom of page