Þegar stóri dagurinn rennur upp og hvort sem þú ert heima eða að fara á hótel þá er gott að taka með sér og gera til hluti sem þú þarft að hafa til taks á brúðkaupsdaginn. Það eru nokkrir hlutir sem eru mjög crusial eins og plástrar og verkjatöflur en það er líka gott að gera hluti til sem þú vilt að ljósmyndarinn þinn taki myndir af.
Það gagnlega
Hér kemur það ganglega sem er gott að hafa í veskinu eða í auka tösku svo að það sé til taks ef eitthvað kemur uppá eða er að angra þig.
Plástra
Bæði venjulega og hælsæris, það vill engin vera að deyja í löppunum eða fá blóð í kjólinn.
Auka skó
Hvort sem þú ert að pæla að skipta yfir í flatbotna eða ekki þá verða fæturnar mjög þreittar á að vera í sömi skónum í meira en 8 tíma svo það er gott að taka aðra skó til að fara í.
Verkjatöflur
Maður getur líka fengið hausverk á stóra deginum sínum svo taktu með þér paratabs og íbúfen til öryggis.
Saumakit
Vonandi þarftu ekki að nota það en ef eitthvað rifnar þá er þetta life saver.
Auka farða og varalit
Ef þú verður sveitt eða búin að kissa of marga þá er gott að hafa með sér auka faðra og varalit, stundum færðu þetta frá förðunarfræðingnum sem farðaði þig en ef ekki þá er gott að taka mini make up kit með sér.
Tissjú fyrir tár eða til að þurrka varalit af manninnum
Ef þú ert líkleg til að gráta þá er þetta must en líka gott bara til að þurka aðra hluti sem gætu farið út um allt.
Naglalakk, glært eða það sem þú ert með á þér
Það er ekkert leiðinlegra en að vara búin að fara í neglur og svo dettur smá naglalakk af eða enn verra nöggl, vertu tilbúin með auka naglalakk til öryggis.
Svitalyktareyðir
Allir svitna og þetta er stór dagur sem maður vill ekki vera stinky á þegar maður er að knúsa alla gestina sína, svo taktu þetta með þér. Hægt er að fá littla svona sem passa vel í littla töskur.
Bletta hreinsir
Ég hef þurft að blettahreynsa fatnað brúðarinnar svo ekki halda að það geti ekki gerst fyrir þig, þú ert jú líklega í hvítu eftir allt saman. Vertu viðbúin, taktu þetta með þér.
Fyrir ljósmyndarann
Það er gott að preppa það sem þú vilt að ljósmyndarinn þinn taki myndir af á góðum björtum stað. Gott er að skoða smá inspo á pinterest líka og pæla hvað þú vilt margar svona myndir og hvað skiptir þig máli. Þú getur leitað eftir "wedding detail shot" á Pinterest og fengið innblástur af props og uppsetningum.
Boðskortin og alla aukahluti
Það getur verið gaman að eiga myndir af kortunum sínum sem maður lagði svo mikla vinnu í og því er gott að taka með sér auka eintak með öllu tilheyrandi. Þá meina ég umslaginu, innsiglinu og örðu sem fór í kortið.
Skart
Hafðu skartið þitt tilbúið til að stílisera, alla hringi, eyrnalokka, hálsmen og annað. Það getur líka verið gaman að kaupa sér box fyrir það eða eitthvað fallegt sem þú átt heima.
Hringirnir
Maður vill auðvitað fá myndir af brúðkaupshringjunum sínum til að eiga svo hafðu þá tilbúna og pússaða.
Ilmvatn
Ef þú ert með þitt signiture ilmvatn sem þú notar alltaf og er í fallegri flösku eða búin að kaupa þér sérstakan ilm fyrir daginn, endilega hafðu það tilbúið. Það getur verið fallegur hlutur til að hafa með á mynd með smáatriðunum.
Annar pappír
Pappír er stór partur af deginum og gaman að eiga myndir svo taktu bara meira en minna og kanski er hægt að nýta maðseðla og annað á fallegri mynd.
Skórnir
Maður eyðir oft góðum tíma í að velja brúðkaupsskóna og þeir munu halda minningu dagsins um ókomna tíð svo um að gera að muna að taka mynd af þeim og það geta líka verið falleg mynda tækifæri er þú ferð í þá.
Props
Fallegir munir sem þú elskar geta bætt og lyft upp öðrum hlutum sem þú ert með. Skoðaðu heima hjá þér og finndu hluti sem þú elkar sem voru kanski frá ömmu eða eru með fallega áferð. Eins og littlir bakkar með munsti, littlir diskar, klútar, antík öskjur eða lyklar. Jafnvel diska motta gæti fært flotta áferð undir skó eða hringa. Einnig er gott að fá nokkur stutt blóm frá blóma konunni til að setja með.
Slörið
Það getur verið erfitt að taka mynd af slörinu en hangandi á herðatréi eða jafvel þegar þú ert búin að setja það á þig eru góðir kostir. Ég hef líka oft notað það undir aðra muni til að gefa þeim meiri brúðkaupsblæ og draumakenda áferð.
Herðatré
Myndin af kjólnum er sérstök þar sem flerstir munu ekki endilega geyma hann áfram, svo það getur verið gaman að kaupa sér herðatré fyrir hann til að setja kjólinn á og finna fallegan bakgrunn til að hengja hann við. Hægt er að fá falleg antík herðatré eða minimal glær með nafni, viðar með áletrun eða bara plain hvít, bara það sem kallar til þín.
Hárskraut
Ef þú ert að plana að vera með stórt eða ýtarlegt hárskraut þá gæti verið gaman að ná mynd af því áður en það fer í hárið eða meðan verið er að setja það í. Það er leiðinlegt að eyða pælingu og peningum í fallega hluti ef þeir nást svo ekki á mynd og gleymast í minningunni.
Fyrir hann
Mundu að taka til dót fyrir hann því það er lýklegt að hann muni ekki vita hvað hann á að setja með á myndina. Gott að taka saman alla aukahlutina hanns eins og úr, skó, byndi, ilmvatn og fleirra sem hann er að plana að nota á deginum líka til að ná fallegum myndum af því.
Vonandi var þetta ganglegt og hjálpar þér að vera meira undirbúin fyrir stóra daginn þinn. Ef þér fannst eitthvað vanta á þennan lista láttu mig vita hér að neðan, sérstaklega ef þú ert búin að gifta þig og varst með eitthvað sem var algjör life saver en vantar á þennan lista.
Ljósmyndari : Blik Studio
Comments