top of page

Flottar gestabækur og hugmyndir

Það er hægt að gera allskonar útfærslur af gestabókum og það eru ekki allir sem vilja vera með bók fulla af undirskirftum gestana. Þess vegna langaði mig að skoða fallega gestabækur sem eru til hér og út ásamt hugmyndum af öðruvísi gestabókum sem ég hef séð á netinu og hvar þú getur fundið þær.Það er ekki mikið úrval af gestabókum hér á landi en hér að ofan eru nokkrar fallegar ásamt bókum að utan sem heilla mig. Sumar þeirra eru tómar að innan og aðrar fullkomnar fyrir Poloroid. Ef hugmyndin á bakvið það að eiga bók fulla af undirskirftum heillar þig ekki þá er albúm sem hægt er að nota sem gestabók fullkomin fyrir þig, það er gamana að skoða myndir og rifja upp minningar á sama tíma. Plús það gefur þér afsökun til að fara í trúlofunar myndatöku.


Ljósmynd: Iceland elopement photography


Ef að gestabækur eru alls ekki your thing þá er líka hægt að taka allt annað spin á það, eins og að láta fólk skrifa á plötu, littla miða og setja í date krukku eða bréf til að lesa eftir 10 ár. Þú þarft alls ekki að vera með hefðbundna gestabók og þú mátt líka sleppa henni ef þú vilt, gerðu bara það sem þér líður best með. Ef þú ert algjör rebel og langar að gera eitthvað öðruvísi þá eru hér að neðan líka nokkrar aðrar hugmyndir af leiðum til að vera með gestabók en samt ekki.

Myndir teknar af Pinterest


Vonandi hjálpar þetta þér í leit þinni að bestu gestabókinni og ef þú ert með snildar hugmynd ekki hika við að deila henni með öðrum hér að neðan.
Kommentare


bottom of page