Það getur verið mjög gaman að hafa leiki ívafða inn í brúðkaupsdaginn sinn til að lyfta upp setmninngunni svo ég vildi deila nokkrum með þér ef þér vantar hugmyndir. Nokkur ráð varðandi leiki sem ég vil að þú hafið þó í huga:
Ekki vera með of marga leiki - það er ekki gaman fyrir gestina þína sem eru kannski að eiga góðar umræður að vera trufluð á 20min fresti til að fylgjast með leik, það getur brotið upp stemninguna á neikvæðan hátt og gert leikina meira að truflun en skemmtun.
Vertu með leiki sem eru bæði um ykkur brúðhjónin en líka gestina - Leikir eru skemmtilegir ef allir fá að taka þátt, það getur verið fyndið að hlæja að skó leiknum en ef allir leikirnir eru bara um staðreindir um brúðhjónin þá getur það orðið þreytt.
Ekki þrýsta leikjunum á fólk - það er gott að vera með leiki tilbúna í bakpokanum ef stemningin fer að vera þung, en ekki þrýsta leikjunum á fólk ef allir eru að hafa gaman á því að spjalla og hlæja. Þá er allt í lagi að sleppa þeim og fylgja stemningunni.
Þú þarft ekki að vera með leiki - ef leikir eru ekki "your thing" þá þarftu ekki að hafa þá - ekki hafa áhyggjur af því að stemninginn verði léleg ef þú ert ekki með leiki. Leikir eru ekki fyrir alla og ef þeir eru ekki þið sleppið þeim frekar en að líða eins og þið þurfið að hafa þá. Fólk er komið saman til að halda uppá og borða góðan mat, ekki spila leiki.
Ljósmyndari : Gunnar bjarki
Barbie og Ken
Brúðhjón sitja á stól bak í bak og fara úr skónum. Þau skiptast á einum skó og halda á þeim (þau ættu þá bæði að vera með einn skó frá henni og einn skó frá honum). Þau eru spurðar spurningar eins og ,,hvort ykkar er betri bílstjóri” og sá sem einstaklingnum finnst líklegri liftir hann þeim skó (ef henni finnst hann vera betri bílsjóri lyftir hún upp skónum hanns).
Hér eru nokkrar spurningar:
Hver er besti ökumaðurinn?
Hver er betri kokkur?
Hver er matvælasamari?
Hver vaknar fyrstur?
Hver eyðir meiri tíma í að glápa á símann sinn?
Hver er klaufalegri?
Hver er fyndnari?
Hver er dramatískari?
Hver er ævintýragjarnari?
Hver er betri í að halda leyndarmálum?
Hver er líklegri til að gráta yfir mynd?
Hver er líklegri til að skipta um klósettpappírsrúllu?
Hver er betri dansari?
Nældu í mig
Taktu brúðina afsíðis og nældu 10 nælur á kjól hennar.
Byndið fyrir augu brúðgumanns
Síðan á hann að reyna að finna nælurnar með bundið fyrir augun á innan við einni mínútu.
Staðreyndir um gestina
Setjið upp staðreyndir á skjávarpann svo að allir gestir geta séð, eins og allir sem eru giftir eða allir í bleikur og leiðbeinið gestunum að standa upp ef að staðreindin á við um þau. Brúðhjónin eiga svo að giska hvað getirnir sem standa upp eiga sameiginlegt og hver staðreindin er. Mæli með að vera með max 10 staðreyndir og ef brúðhjónin eru of lengi að giska segið þeim bara svarið og farið yfir á næstu spurningu.
Findu 5
Keppni milli brúðhjóna þar sem þau eiga að finna 5 hluti í sal eins og úr, bindi eða hárklemmu frá gestunum sínum. Þau hafa 3 min og þau mega ekki tala heldur verða þau að sannfæra gestina til að láta sig fá hlutina með því að leika eða teikna það sem þeim vantar. Sá þeirra sem er fyrst til að safna 5 hlutum vinnur.
Fáðu gestina til að senda sms
Fáið veislustjórann til að birta símanúmerið sitt á skjá og biðja gesti um að senda sér staðreyndir eða skemmtilegar sögur um brúðhjónin. Má vera nafnleynt, svo les hann nokkrar staðreyndir upp milli ræðna eða atriða. Geggjað, auðvelt og stutt en gerir starf veislustjórans mun auðveldara og daginn persónulegri.
Ljósmyndari : Gunnar Bjarki
Spurningaleikur
Spurningaleikur um brúðhjónin, þar sem borðin keppa sín á milli og það borð sem vinnur fær auka vínflösku. Spurningar sem hægt er að spyrja eru eitthvað eins og hvar fór bónorðið fram, hvar fóru brúðhjónin í skóla eða hvað annað skemmtilegt sem einkennir þau. Þetta getur verið smá svona pubquiz kind of stemning.
Önnur útfærsla á svipuðum leik væri að allir gestir standa upp og svo eru til skiptist spurningar um brúðhjónin og gefnir upp tveir svarmöguleikar í hvert sinn. Ef viðkomandi telur svarið vera A þá réttir hann upp aðra höndina, telur hann svarið vera B réttir hann upp báðar hendur. Svo þeir sem svara vitlaust þurfa að setjast niður. Það er svo spurt spurningar þangað til einn stendur eftir og fær hann eitthvað lítið og skemmtilegt í verðlaun.
Blöðruleikurinn!
Valið er fólk af handahófi eða dregið úr krukku, gott að hafa jafnt kynjahlutfall og draga slétta tölu af fólki. Allir fá blöðru og band, blása hana upp og binda um sig miðja, blaðran staðsett á rassinum. Síðan er skipt í 2 lið, kannski eitt lið fyrir sitthvort brúðarefnið ef svo ber við. Svo stilla fyrstu 2 sér upp fyrir framan brúðhjónin við háborðið.
Restin fer í röð fyrir aftan, kannski 3-4 metrum frá og síðan er boðhlaup, sá sem er næstur í röðinni þarf að sprengja blöðruna hjá þeim fyrsta með því að nota á sér mjaðmirnar, það er stranglega bannað að nota hendur eða beltissylgjur eða neitt slíkt.
Brúðkaupsafmælis leikurinn!
Valdir eru 12 gestir og þeir fengu mánuð (eins og janúar, febrúar o.s.f.v) . Svo skrifuði gesturinn hvað hann ætlaði að gera fyrir brúðhjónin þann mánuð. T.d ég fæ mánuð 6 og þegar þau eiga 6 mánaða brúðkaupsafmæli þá ætla ég að færa þeim morgunmat. Þannig fá brúðhjónin eitthvað skemmtilegt í hverjum mánuði fyrsta árið af hjónabandinu.
PARTY BINGO!
Allir fá heimatilbúin bingo spjöld sem innihalda einhverskonar fullyrðingar og eiga að skrifa nafn þess sem á við í reitinn, fyrstur til að fylla allt út vinnur og fær smá verðlaun. Frábær leikur til að fá fólk til að mingla og kynnast. Þú getur útbúið þessi spjöld sjálf eða sótt mitt hér að neðan, allir taka sér svo eitt við innganginn eða þeim er dreift milli borða, svo þurfa gestirnir að finna við hvern fullyrðingarnar eiga og skrifa nafn viðkomandi á spjaldið sitt þar til það er útfyllt.
Teygju leikur
Hverjum gesti er gefið 5 teyjur þegar þau koma í salinn og leikurinn gengur út á það að safna eins mörgum teyjum og þú getur. Svo er valið bannorð (mega vera fleiri en eitt) sem engin má segja annars missir hann eina teyju. Gott er að hafa eitthvað jákvætt eins og orðið nei.
Bæklingar
Komdu með spurningu fyrir hvert borð og settu lítinn bækling og penna fyrir gesti til að bæta við hugmyndum sínum. Nokkrar tillögur:
Hvað ættum við að gera á date night?
Hvað eigum við að nefna fyrsta barnið okkar?
Hvernig ættum við að halda upp á fyrsta afmælið okkar?
Hvert er leyndarmálið að farsælu hjónabandi?
Söngleikur
Allir fá blað sem inniheldur lagatexta úr lagi sem flestir þekkja, nema bara þeir sem passa inn í ákváðnar reglur mega syngja, eins og þeir sem eru einhleypir syngja fyrstu línuna og svo þeir sem eru með brúnt hár syngja línu 2.
Pabba brandara duel
Lætur pabba brúðhjónanna sitja á móti hvort öðrum og gefur þeim sitthvort blaðið með pabba bröndurum og þeir eiga að skiptast á að segja brandarana til hvors annars og sá sem hlær fyrst tapar gerandi hinn pabban að besta pabbanum.
Dans keppni
Velur klippu úr lagi og byður hvert borð um að taka stuttan dans við lagið. Það borð sem gerir besta eða klikkaðasta dansinn vinnur smá glaðning.
Komentar