Innblástur þessarar töku kom frá því að Covid var að herja á alla og þá var kannski ekki hægt að halda risastór brúðkaup en mig langaði að sýna ykkur að það er líka hægt að vera bara með svona micro wedding. Þar sem þið gerið þetta glæsilega þrátt fyrir lítinn gestalista. Það væri hægt að panta útitjöld fyrir alla til að gista í, þau er svo glæsileg og rúmin eru upp hituð. Svo væri athöfnin út í enginu með fallegu macrame hengi, teppum og stólum. Veislan væri svo sett up í fallegu hlöðunni sem þeir eru búnir að gera upp, með borðhaldi, þurrkuðum blómum og kósí stemninngu. Svo væri bara endað kvöldið í góðum lopapeysum, gítarsöng og varðeld, hljómar það ekki vel?
Stílisti : @ogsmaatridin
Salur : @campbutique
Ljósmyndarar : @icelandelopementphotography
Blóm og skreytingar : @listraen_radgjof
HMUA : @asthildurmakeupartist
Skart : @aurumjewellery
Kjólar : @loford_verslun
Terta : @baked_in_reykjavik
Makrame : @boho.ice.land
Bréfsefni : @andartakid
Commentaires