top of page
DSC07100.jpg

SKRÁ MIG!

SKRÁ MIG!

Hægt er að velja milli 2 dagsetninga, Laugardaginn 24.Ágúst eða 21. september og verður það klukkan 12:00 til 16:00 og fara fram í Fundarsal Bókasafn Kópavogs. Þú munt fá sendan reikning í heimabanka sem þarf að greiðast fyrir námskeiðið.

Mögulegt er að fá part af námskeiðinu greitt af stéttafélagi svo endilega skoðaðu það.

Verð fyrir par

19.900 kr

Meira um námskeiðið

Námskeiðið inniheldur allar þær upplysingar sem pör þurfa að vita til að fara inn í brúðkaupsskipulagið með meira öryggi og minni óvissu. Við munum t.d fara yfir alla tímalínuna, hvað þarf að bóka, praktísk atriði og fleirra sem er gott að huga að í skipulaginu og á brúðkaupsdeginum sjálfum.

Markmið með þessu námskeiði er að brúðhjón:

 • öðlist aukið sjálfstraust

 • finni fyrir meiri tilhlökkun og minni kvíða

 • hafi góða hugmynd um hvað gerist á brúðkaupsdegi og hvað þarf að huga að

 • geti tekið upplýstar ákvarðanir í skipulaginu

Fræðslan er undir handleiðslu brúðkaupsplanara sem hefur sérhæft sig í stjórnun brúðkaupa og er með 3ára reynslu af skipulagningu brúðkaupa.

Fyrir hverja?

Þetta námskeið er fyrir alla sem eru að fara eða vilja skipuleggja sitt eigið brúðkaup. Námskeiði er hugsað fyrir pör sem vilja fara inn í skipulagið með alla þá þekkingu og tól sem þau geta fengið til að eiga ánægjulega og stress minni upplifun í brúðkaupsskipulaginu. Geggjað fyrir þau sem eru að plana að gifta sig á næsta ári eða bara þá sem eru með brúðkaup í kortunum.

Hvað er sérstakt við þetta námskeið?

 

 • Við förum yfir reglur um góða uppsetningu á skipulaginu til að setja ykkur upp fyrir velgengni.

 • Þið fáið lista af tólum sem munu hjálpa ykkur í skipulaginu og hvernig er best að setja þau upp.

 • Við skoðum hvar er best að finna sali og hvað er gott að hafa í huga þegar maður fer að skoða þá

 • Skoðum saman hvar maður finnur alla þá söluaðila sem maður þarf, hvað ber að varast í samskiptum og hvernig maður sér til þess að þeir uppfylli kröfur ykkar á deginum

 • Við förum saman yfir alla tímalínuna og hvað þarf að gera fyrir stóra daginn

 • Þið fáið tól og leiðarvísir að því aðskapa skreytingar drauma ykkar og filla daginn af smáatriðum

 • Hvernig getum við gert daginn eins smurðan og hægt er svo að þið getið notið ykkar og ekki verið gestgjafar á stóra deginum ykkar.

 

Hvað er innifalið?

- 4 tíma námskeið og umræða

- Kóði fyrir template á netinu frá okkur með tímalínum

- Lokaður Facebook hópur í ár með öllum í námskeiðinu og hjálp frá planara

- Fallegur penni og stílabók til að taka nótur á námskeiðinu

Hvenær?

Hentug tímasetning er áður en þið byrjið að plana eða eruð komin stutt inn í skipulagin en það mun þó nýtast þeim sem eru lengra komnir líka.

Eitt skipti.

Samtals 4 klst. 

Verð 19.900 kr.

Logos_all-17.png
bottom of page