Svandís & Halldór
- Alina Vilhjálmsdóttir
- 2 days ago
- 1 min read
Updated: 23 minutes ago
Fallegur dagur í hesthúsi rétt hjá Hellu með Heklu í bakgrunni. Það er svo gaman þegar fólk þorir að halda athöfnina úti, umvafið náttúrunni með guðdómlegan bakgrunn af fjöllum. Parið gerði sig til saman í litlum kofa á svæðinu og sá hvort annað í fyrsta sinn með hestana í bakgrunninum. Gestir löbbuðu svo yfir litla heimagerða brú sem stóð yfir læk þar sem tók á móti þeim bekkir, fallegur bogi og fullt af rósum sem virtust vaxa upp úr íslenska grasinu. Þar voru ljúfir tónar og einstaklega persónuleg athöfn þar sem brúðhjónin lásu sín eigin heitirði úr fallegum bókum. Eftir að brúðhjónin voru lýst hjón helltu þau freyðivíni í turn til að tákna það að nú væri sko partýið byrjað og svo var kaka í forrétt, því af hverju ekki? Það var standandi veisla með háum borðum og litlum blómum á hverju borði, fallegt efni og seríur í loftinu, smáréttir og nóg af víni í DIY bar og góðri tónlist.

Hér er svo lag sem ég held að myndi parast fullkomnlega vel til að hlusta á meðan þú skoðar myndirnar.

Ljósmyndari: Svana Hlín
Hönnun. blóm og skreytingar: Og Smáatriðin
Kjóll : Loforð
Kaka : Sandholt
Matur : Nomy
Comments