Hér eru nokkur lög sem þið getið íhugað að spila eða láta tónlistarmennina sem þið hafið bókað spilað meðan þið takið ykkar fyrstu spor sem hjón.
Það getur verið erfitt að velja lag ef maður er ekki með neitt lag sem er svona ykkar lag en ég mæli með að velja bara eitthvað sem hrífur ykkur og þið getið séð fyrir ykkur að hlusta á og dansa undir. Það þarf ekki að vera eitthvað súper sérstakt og einstakt eða eitthvað sem þið hafið hlustað á áður. Ég og maðurinn minn vorum ekki með neitt lag svo við hlustuðum bara lengi á allskonar lög þangað til við fundum eitthvað sem við fórum að bera önnur lög við og þá vissum við að við höfðum fundið lag sem við fíluðum. Það var ekkert sérstakt lag en okkur fannst það fallegt. Hér eru nokkrar hugmyndir um það hvernig þú gætir fundið fullkomna lagið fyrir ykkur.
Ekki leggja of mikla áherslu á þennan eina dans - hafðu gaman og ekki taka því og alvarlega.
Veldu lag vegna augnabliks sem það táknar í ykkar sambandi?
Veldu lag vegna textans?
Ef þið deilið uppáhalds lagi skaltu velja það!
Veldu lag vegna þess ykkur finnst það rómantískt?
Ef þú ert í erfiðleikum með að velja, veldu það sem hreyfir við þér.
Ekki skammast þín fyrir lög sem þú fílar, þetta er fyrsti dansinn þinn!
Þú þarft ekki að elska fyrsta dansinn ykkar, bara að njóta hans og augnabliksins.
Spyrðu vini og fjölskyldu um hugmyndir, gætir notað það sama og foreldrar ykkar.
Skoðaðu hvaða lög frægt fólk hefur valið fyrir fyrsta dansinn sinn.
Þú gætir valið lag úr uppáhalds þættinum ykkar eða mynd.
Veldu lag sem passar við salinn ykkar og brúðkaupsþema.
Veldu lag sem þér finnst þægilegt að dansa við.
Þú gætir alltaf tekið alla með í fyrsta dansinn þinn til að létta á álaginu.
Ekki velja lag á síðustu stundu!
Spyrðu brúðkaupshljómsveitina þína um tillögur.
Farðu í danstíma og fáðu ráð þar.
Ef þú finnur það ekki og ert í vandræðum, slepptu bara fyrsta dansinum!
Mynd eftir Blik Studio og Lisadigiglio
Comentarios