top of page

Hvað ættu þið að gera ef það rignir á brúðkaupsdaginn ykkar?

Ef þú hefur verið að skoða veðurappið klukkutímum og dögum fyrir brúðkaupsdaginn ykkar og sérð að ógnvekjandi skýjatáknið birtist, þá er auðvelt að fara í panikk. Hvort sem spáin kallar á súld eða rigningu, þá hefurðu líklega áhyggjur af því að förðunin þín haldist falleg eða að myndirnar þínar komi vel út. Auðvitað, fullkominn dagur með bláum himni og sólskini er veður sem flestum dreymir um fyrir stóra daginn sinn, en rigning í brúðkaupinu þínu þarf ekki að eyðileggja daginn ykkar. Það er líka sagt að smá rigning er tákn um heppni og gott hjónaband.


Þrátt fyrir að veðrið sé úr höndum þínum, þá eru skref sem þú getur tekið til að tryggja að úrkoman hafi ekki áhrif á daginn ykkar. Það skiptir ekki máli hvort þú ert að hýsa brúðkaupið í bakgarðinum þínum eða langar bara í fallegar myndir í náttúrunni með makanum þínum, þá eru varúðarráðstafanir sem þú getur tekið til að búa þig undir rigninguna. Einnig vil ég benda þér þá að ef athöfnin og veislann er inni þá ertu nú mjög stutt úti og hægt er að taka myndatökunni inni á fellegum stöðum eða bara næsta dag ef veðrir er ömurlegt.



01. Leigðu tjald

Ef að athöfnin á að eiga sér stað úti þá er gott að vera búin að leigja tjald. Ég veit það af eigin reynslu þar sem ég ákvað að sleppa því vegna kostnaðar en svo fór að rigna og draumurinn um úti brúðkaup var úti. Það var soldið svekkjandi og ég vildi að ég hefði týmt að leigja tjald. Það er líka hægt að bóka það á deginum ef þú vilt taka sénsinn að það sé uppbókað.


02. Taktu með þér glærar regnhlífar

Það er hægt að finna fullt af flottum glærum regnhlífum til að halda á í myndatökunni og athöfninni ef hún er úti. Ég hef séð fullt af myndum þar sem fólk er með regnhlífar á brúðkaupsdaginn og það kemur ótrúlega fallega út. Það er hægt að fá þær í Epal og Sostrene grene td. Getirnir munu svo alveg fatta að taka þær með sér.


03. Vertu vel skipulögð ef það skyldi rigna

Það er gott að vera tilbúin með plan B og C ef það skildi rigna. Það er td gott að vera búin að fá símanúmer hjá öllum gestunum svo það sé hægt að ná í alla á deginum ef þið þurfið að fresta eða færa athöfnina. Einnig er gott að vera með annan stað í huga ef athöfnin átti að vera úti. En ef þið eruð að fara að gifta ykkur í kirkju þá er rigning nú ekki að fara að hafa mikil áhrif og þið getið þá sleppt þeim atriðum sem ekki er hægt að gera í rigningu eins og sápukúlur eftir athöfn eða rósablöð. Það gæti líka verið gott að tala við förðunarfræðinginn og hár manneskjuna þína og kanski er hægt að fá þau til að koma aftur og laga þig eftir athöfnina og myndatökuna. Mundu líka að láta alla vita hvað plan B er ef til þess skyldi koma.


04. Njóttu rigningunar og takið flottar myndir

Það er líka hægt að taka geggjaðar Notebook myndir í rigningunni og getur það verið mjög rómó. Það er fullt af pörum sem koma hér frá útlöndum sem gifta sig víðsvegar um landið og myndirnar þeirra eru alltaf flottar, líka í svakalegur roki. Ef það er ekki ykkar vibe verið búin að ræða við ljósmyndarann um góða staði til að taka myndir inni sem gætu hentað eða skiptir ykkur máli. Það er líka gott að nefna það að myndir eru ekki flottar ef það er alveg glmapandi sól því þá fara allir að píra augun og það myndast mjög harðir skuggar.


05.Leigðu sal sem er með pláss fyrir athöfn og veislu

Það gefur manni mikinn ró að leigja sal sem getur hýst veisluna og athöfnina, hvort sem það er í sama salnum eða 2 salir eru á staðnum. Því það er alveg hægt að vera með athöfn og veislu í sama sal ef nógi mikill tími gefst á milli til að dekka upp veislusalnum á milli. Eða vera búin að gera einn salinn fyrir athöfn og nýta svo stólana áfram í veisluna. Mundu bara að spyrja salinn hvort það sé möguleiki og hvernig það myndi líta út.


Hér vorum við t.d í Cava salnum með athöfn, svo fór fólkið bara aðeins út, stólum endurraðað og veislu komið upp á stuttum tíma.



Eins og þú sérð er ekki hægt að fyrirbyggja rigninguna alveg og ég veit að það getur verið svekkjandi að vera með ákveðna sýn fyrir daginn sem stennst svo kanski ekki. En mundu að láta þennan lið sem maður stjórnar ekkert skipta miklu máli. Mest allt af deginum gerist inni og láttu veðrið gera það sem það vill gera og þið vinnið bara í kringum það. Gangi þér súper vel og ég óska þess þó að þið fáið gott veður á deginum ykkar.


Settu þetta á pinterest til vara ;)



Comments


bottom of page