top of page

Það sem ég lærði á fyrsta árinu mínu sem brúðkaupsplanari



Ferðalag mitt sem brúðkaupsplanari hófst 2021 þegar ég fékk að plana 2 æðisleg brúðkaup sem tókust svo vel og brúðhjónin voru svo ánægð með útkomuna. Þrátt fyrir það að hafa enga reynslu á viðburðarstjórnun þá fylltist ég af hugrekki og von um að ég gæti gert þetta því að brúðhjón treystu mér fyrir stóra deginum sínum. Í byrjun 2022 ákvað ég að stökkva á stóra drauminn og stofna Og Smáatriðin með heljarinnar opnunar partýi í Sjálandi. Síðan þá hef ég fengið að plana yfir 6 brúðkaup og lært ekkert smá mikið, það voru hápunktar og lápunktar ásamt fullt af mistökum og góðum augnablikum. Mig langaði að deila með þér hvað ég hef lært yfir seinasta ár í von um að það hjálpi þér í brúðkaupsskipulaginu eða á ferðalagi þínu að verða brúðkaupsplanari.


Persónuleg vandamál munu fylgja þér inn í reksturinn

Það eru allskonar persónugallar sem maður safnar með sér yfir ævina eins og að koma hlutunum ekki í verk á réttum tíma, mæta seint og fullt fleirra. Þegar maður stofnar fyrirtæki fer það ekki í burtu heldur kemur með manni inn í reksturinn og maður þarf að læra að vinna með því eða í kringum það. Þó ég sé planari þá dett ég líka í þá grifju að skipuleggja mig ekki nógu vel, koma seint, gleyma og fullt fleirra. Það getur valdið kvíða og stressi og ég reyni mitt besta að bæta mig og reyni að minna fólk á að ég sé líka mannleg.


Ljósmyndarar skipta máli

Þú getur verið með geggjað brúðkaup en ef þú ert ekki með geggjaðan ljósmyndara þá muntu ekki fá geggjaðar myndir. Ég segi það ótrúlega oft að hvaða ljósmyndara þú velur skiptir svo mikli máli því að þetta eru myndir sem þú munt skoða alla þína ævi og hver ljósmyndari er með sýna sér þekkingu, því skiptir máli að velja góðan brúðkaupsljósmyndara en ekki bara einhver ljósmyndara sem tekur fallegar myndir af landslagi eða módelum. Því það er bara allt annar heimur. Það er ekkert leiðinlegra en að setja mikla vinnu í hvert smáatriði og fá svo kanski engar myndir af því eða lélegar myndir.


Væntingar og skýr samskipti eru aðal atriðið

Það stóra í því að reka hvaða fyrirtæki sem er, er samskipti og væntingar. Ef að fólk heldur að það sé að fara að fá eitthvað sem það fær svo ekki verður það vonsvikið eða fúlt. Þó það hefði kanski ekki verið fúlt yfir því ef það vissi frá upphafi hvað það væri að fara að fá. Alveg eins og þú sérð vöru út í búð á 1000kr og vilt borga 1000kr á kassa en ekki 1200kr, það eru væntingarnar og samskiptin koma sterk þar inn. Ég er enn að vinna að því að gera samskipti mín betri og ef það fer eitthvað úrskeiðis þá hugsa ég alltaf inná við og skoða hvenig ég hefði geta verið skýrari og orðað hluti betur.


Þú getur ekki hjálpað öðrum ef þú ert þreytt eða úkeyrð

Þetta er held ég lexía sem við lærum flest í gegnum lífið ef ég lærði það klárlega í fyrra þegar ég var kanski ekki alveg nógu tímanlega á hlutunum og frekar en að segja sorry þetta er bara ekki hægt þá vakti ég til 4 um nótt til að reyna klára því sem ég hefði lofað. Það endaði klárlega með mig í klessu, þreytt og útkeyrð, algjörlega komin i burnout og kvíða yfir öllum verkefnum mínum. Ég er enn að reyna að læra inná hvað ég get tekið og hversu mikið en ég vil alltaf reyna að hjálpa öllum og gera mitt besta.



Rauðir flaggar frá söluaðilum munu hafa áhrif á daginn

Það koma upp allskonar rauð flögg frá söluaðilum í bókunarferlinu og jú þau þýða ekki alltaf að söluaðilinn muni ekki láta sjá sig eða ganga illa á deginum en það getur þýtt það. Slæm samskipti, svar leysi eða þegar fólk er lengi að svara getur þýtt að dagurinn muni líka ganga illa. Samskipti þeirra mun vera slæmt á deginum, þau höndla kanski illa stress og fullt fleirra svo það er eitthvað til að hafa í huga þegar maður fer að finna fyrir þessum rauðu flöggum hjá fólki. Það getur haft slæm áhrif á daginn þinn og keyrt hann út í caos.


Þessi hjálp hjálpar svo mörgum mikið

Ég er svo ótrúlega þakklát fyrir allt fólkið sem hefur gefið sér tíma á seinasta ári að senda mér skilaboð með peppi, hughreystingum og hrósum. Það hjálpa mér svo mikið sérstaklega þegar ég er að keyra mig út og jafnvel að missa móðin að vita að allt sem ég er að gera, tíminn sem ég legg í þetta allt og púl, sé að skila sér og hjálpa fólki, hvort sem það sé þjónustan mín beint eða allt efnið sem ég gef út.


Þú getur ekki alltaf verið næs við alla því ekki allir verða næs við þig

Í þessu starfi eins og mörgum öðrum vinnur maður með allskonar fólki og þó maður vilji alls ekki brenna neinar brýr því að maður mun örugglega þurfa að vinna með þeim aftur í framtíðinni. Þá er það bara svo oft að fólki mun einfaldlega ekki líka vel við mann, bara vegna þess að maður er að byðja um eitthvað sem þeim er erfitt eða þau eru ósammála um. Persónuleikar stangast á eða fólk er einfaldlega dónalegt og þó maður vilji vera góður við alla og gera sitt besta að vera kurteist við svona fólk þá er ég eftir allt saman að vinna fyrir kúnnana mína og vill að þau séu ánægð með loka útkomuna. Þó ég þurfi að fara að rífast við þrjóst fólk eða vera hörð á mínu, en það getur verið erfitt.


Stundum þarf maður bara að gera sitt besta

Ég ætla ekki að þykjast að fyrsta árið mitt hafi gengið smurt fyrir sig, eins og ég hef nefnt þá hef ég gert mistök, gleymt hlutum, ekki verið með nógu góð samskipti og fullt fleirra en ég reyni alltaf að minna sjálfan mig á að maður þarf bara að gera sitt besta. Það verður líka engin þróun og fólk ekki þorað að stökkva út í hluti ef allt þarf að vera fullkomið frá upphafi. Það getur alltaf eitthvað gleymst og ég minni ávalt á að ég er líka mannleg og held áfram að læra frá öllu sem ég geri rétt og vitlaust.


Að gefa fólki meira þýðir ekki að það verði ánægðara

Þetta er eitthvað sem ég hef þurft að læra á erfiða mátann, það er nefnilega svo áhugavert að því meira sem maður gefur frítt vegna þess að maður vill vera nice og góður, því meira vill fólk. Ég er nefnileg soldill people pleaser og vil alltaf hjálpa fólki eins og ég get, en ég finn það þó oft frá upphafi að ég sé ekki að taka rétta ákvörðun. Í framhaldi vill fólk alltaf meira og meira, það metur mann og vinnuna manns oft minna en ef maður hefði rukkað meira og sett fleirri mörk.


Að fá aðstoð frá vinum getur oft verið minni heldur en meiri hjálp

Fólk spyr mig oft hvort vinir þeirra og fjölskylda geti hjálpað við skipulagið og skreytingarnar en það sem ég hef séð er að það getur oft verið meira stress en minna. Vegna þess að maður þarf að stýra stórum hóp, stressi frá öðrum, skoðanir þeirra og fleirra. Þess vegna er ég alveg hætt að leyfa þeim að hjálpa og þó ég held það geti alveg virkað stundum þá er betra að taka ekki sénsin og svo er líka bara gott að gefa þeim frí og leifa þeim að njóta og koma þeim á óvart á stóra deginum þínu.


Myndir eftir Styrmir og Heiðdís og Blik Studio


Ef þú nennir ekki að lesa þá er hægt að hlusta á hlaðvarpsþátt um sama viðfangsefni hér að neðan.


留言


bottom of page